Dvöl - 01.07.1945, Side 72
214
D VÖIi
stúlkan. Hún stóð grafkyrr, hugs-
andi. Útfallið gjálpaði hlakkandi
við kinnung léttbátsins í kyrrðinni.
Komdu með tvo stálhjálma —
fáðu þá hjá loftvarnaliðinu —
Hvernig væri að taka Johnnie
með?
Johnnie? Hann velti því fyrir
sér. Johnnie var einfeldningur, en
laginn til sjós. Á landi sat hann
og lék sér að steinum, en kæmist
hann í bát, virtist hann til alls fær.
Hann reri fólki til skips fyrir kapp-
siglingafélagið, sá um landfestar
og vann önnur smávik, svo sem að
skafa skip og mála. Málfar hans
var óskýrt, en þegar allt kom til
alls, þá voru það ekki orð, sem
með þurfti við Dunkirkströndina.
Önnur hlið málsins hvarflaði einn-
ig að gamla manninum. Hún virt-
ist telja sjálfsagt, að hann kæmi
með.
Hvað verður um félagshúsið? Ég
á að líta eftir því líka?
Hún hafði líka hugsað sitt mál.
Húsið? Hvern fjárann gerir til
með húsið?
Hann glotti svo að skein í tó-
bakssvartan góminn.
Þar komstu með það. Ég kem
eftir hálftíma.
Þegar hann var kominn hálfa
leið að bryggjunhi, kallaði hún til
hans. Rödd hennar var eins skær
og drengsrödd:
Johnnie þarf líka að hafa hjálm.
Hann kinkaði kolli; hún fór und-
ir þiljur og þurrkaði vatnið af
káetugólfinu. Hún hafði ákveðið
að gera skútuna hreina. Það batt
hugann, en alls konar hugmyndir
sóttu að lienni, þar eð hún hafði
engar fréttir fengið frá Frakklandi
í þrjár vikur. Hér höfðu þau eytt
glöðustu stundum af leyfi hans,
glöðustu stundum ævinnar. Nú
vissi hún ekki nema hann biði á
þessari heljarströnd, einn af þús-
undum örþreyttra manna, sem í
sprengju- og kúlnaregninu biðu
hjálparinnar frá Englandi. Hún
fleygði dulunni og burstanum í
fötuna og hnykkti opinni skúffu.
Þarna voru öll gömlu fötin hans;
gráar buxur, peysa, gömul veiði-
treyja, gulur trefill. Hún gat vöðl-
að hárinu upp undir hjálminn.
Augu hennar hvörfluðu að pípun-
um hans, sem héngu yfir kojunni.
Það var kóróna á verkið. Hafa upp
í sér pípu, þegar til Ramsgate
kæmi og tala digurbarkalega. Hún
valdi sér mikið reykta pipu og æfði
sig frammi fyrir speglinum.
Bragðið var ákaflega andstyggi-
legt.
Á leiðinni niður sundið náðu þau
flota af mótorbátum og fylgdust
með þeim. Hún breiddi úr sjókort-
inu fyrir framan sig, en degi var
tekið að halla og hvergi nein leið-
arljós sjáanleg. Hún hafði aldrei
komið sjóveg til Ramsgate aðeins
með járnbrautarlest þegar hún var