Dvöl - 01.07.1945, Page 73

Dvöl - 01.07.1945, Page 73
D VÖL 215 barn, sem bar brúðu sína. reku og fötu undir eftirliti barnfóstrunn- ar. Hún hlustaði ánægö á ganghljóð vélarinnar. Ferris gamli hafði verið vélamaður í sjóliðinu. í fyrstu hafði gangurinn veriö ójafn, en nú þegar karl var kominn á lagið, skemmti hann sér konunglega í vélarúminu. Við og við rak hann upp höfuðið, með gleraugun á nef- broddinum. Bærilega suðar rokk- urinn. sagði hann. Ágætt, svaraði hún. Johnnie sat í stafni og horfði á kvöldstjörnuna. Stúlkan reyndi að ryfja upp fyrir sér hvers vegna hún hefði tekið hann með. Hann elskaði hana af sannkallaðri hundstryggð, en ekki var það á- stæðan. Nei, henni fannst hún ekki mega tefja fullhraustan mann frá starfi í Englandi, og í fljótu bragði hafði hún ekki munað eftir nein- um þar á staðnum, sem var jafn- laginn um borð í bát. Stundum höfðu þau hjónin tekið Johnnie með sér um helgar. Johnnie þvoði upp og leit eftir bátnum meðan þau fóru í land. Hún var ein af fáum, sem skildi hvað Johnnie sagði. Rétt í þessari svipan leit hann til hennar og brosti, brosti með barnslegu trúnaðartrausti. Hann hafði enga hugmynd um, hvert stefndi. Honum var sama, hann treysti henni. Sem snöggvast fann hún til samvizkubits, en kæfði það og brosti til hans. Ör- uggur sneri hann sér við og fór á ný að dást að kvöldstjörnunni. í húminu steig hún á land, beit tönnunum fast um ramma píp- una og hitti einkennisbúinn sjó- liðsforingja. Hvaða skip? Farfuglinn. Aldrei fyrr hafði Farfuglinn verið kallaður skip. Þetta hefði „honum“ líkað. Hvers konar? Fjörutíu feta skúta, vélknúin. Vopnuð? Hún hristi höfuðið. Aðrir báta- eigendur þyrptust að og biðu skip- ana. Sjóliðsforinginn leit á hjálm hennar. Jæja, náðu í riffla og björgunar- belti. Líka sáraumbúðir, ef þú hef- ur engar. Hvað svo? Hún stakk höndunum í buxnavasana og gerði röddina eins dimma og rólega og hún gat. Til La Panna. Stilltu svo til, að þú komir þangað í dögun. Taktu í hverri ferð eins marga og rúm leyfir og flyttu þá að stærri skip- um. Haltu eins lengi áfram og þú getur. Góða ferð. Hann benti á hlið í gaddavírsgirðingunni, þar sem hún bjóst við, að byssur og björgunarbelti væru fáanleg, og gaf henni svo ekki frekari gaum. Hún gekk fram á hafnargarðinn og kallaði á Ferris gamla. Höfnin var krök af bátum, sem aðeins grillti í og allir reyndu að komast upp að. Við hlið hennar á hafnar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.