Dvöl - 01.07.1945, Qupperneq 73
D VÖL
215
barn, sem bar brúðu sína. reku og
fötu undir eftirliti barnfóstrunn-
ar.
Hún hlustaði ánægö á ganghljóð
vélarinnar. Ferris gamli hafði verið
vélamaður í sjóliðinu. í fyrstu
hafði gangurinn veriö ójafn, en nú
þegar karl var kominn á lagið,
skemmti hann sér konunglega í
vélarúminu. Við og við rak hann
upp höfuðið, með gleraugun á nef-
broddinum. Bærilega suðar rokk-
urinn. sagði hann.
Ágætt, svaraði hún.
Johnnie sat í stafni og horfði á
kvöldstjörnuna. Stúlkan reyndi að
ryfja upp fyrir sér hvers vegna
hún hefði tekið hann með. Hann
elskaði hana af sannkallaðri
hundstryggð, en ekki var það á-
stæðan. Nei, henni fannst hún ekki
mega tefja fullhraustan mann frá
starfi í Englandi, og í fljótu bragði
hafði hún ekki munað eftir nein-
um þar á staðnum, sem var jafn-
laginn um borð í bát. Stundum
höfðu þau hjónin tekið Johnnie
með sér um helgar. Johnnie þvoði
upp og leit eftir bátnum meðan
þau fóru í land. Hún var ein af
fáum, sem skildi hvað Johnnie
sagði. Rétt í þessari svipan leit
hann til hennar og brosti, brosti
með barnslegu trúnaðartrausti.
Hann hafði enga hugmynd um,
hvert stefndi. Honum var sama,
hann treysti henni. Sem snöggvast
fann hún til samvizkubits, en
kæfði það og brosti til hans. Ör-
uggur sneri hann sér við og fór á
ný að dást að kvöldstjörnunni.
í húminu steig hún á land, beit
tönnunum fast um ramma píp-
una og hitti einkennisbúinn sjó-
liðsforingja.
Hvaða skip?
Farfuglinn. Aldrei fyrr hafði
Farfuglinn verið kallaður skip.
Þetta hefði „honum“ líkað.
Hvers konar?
Fjörutíu feta skúta, vélknúin.
Vopnuð?
Hún hristi höfuðið. Aðrir báta-
eigendur þyrptust að og biðu skip-
ana.
Sjóliðsforinginn leit á hjálm
hennar.
Jæja, náðu í riffla og björgunar-
belti. Líka sáraumbúðir, ef þú hef-
ur engar.
Hvað svo? Hún stakk höndunum
í buxnavasana og gerði röddina
eins dimma og rólega og hún gat.
Til La Panna. Stilltu svo til, að
þú komir þangað í dögun. Taktu
í hverri ferð eins marga og rúm
leyfir og flyttu þá að stærri skip-
um. Haltu eins lengi áfram og þú
getur. Góða ferð. Hann benti á
hlið í gaddavírsgirðingunni, þar
sem hún bjóst við, að byssur og
björgunarbelti væru fáanleg, og
gaf henni svo ekki frekari gaum.
Hún gekk fram á hafnargarðinn
og kallaði á Ferris gamla. Höfnin
var krök af bátum, sem aðeins
grillti í og allir reyndu að komast
upp að. Við hlið hennar á hafnar-