Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 75
DVÖL
217
kveina angistarlega og benda ofan
í grunnsævið — mennina, sem vél-
byssurnar grönduðu í flæðarmál-
inu, þegar þeir óðu í áttina til
bjargvættanna. Þarna voru þeir
enn ,sumir á floti, aðrir marandi í
kafi, og með einhverjum annar-
legum hætti gáfu þeir til kynna
andúð sína á að kjölfar skipanna
skyldi raska óminnisró þeirra.
Hún kallaði á Johnnie til sín.
Taktu dýptarmælinn og mældu
dýpið framá. Kallaðu svo dýpið.
Það eitt er nauðsynlegt. Skilurðu
það. Ekkert annað er nauðsynlegt.
Ég verð hérna. Hann bablaði og
benti á Tanner, sem skaut á þýzka
flugvél, sem hæft háfði togara rétt
framan við þau. Hún horfði fast
á Johnnie. Ekkert annað gildir.
Skilurðu það? Hann tók auðsveip-
ur dýptarmælinn og for fram á.
Hún laut að talpípunni. Mjög
hægt, Ferris.
Mjög hægt, endurtók gamli mað-
urinn.
Hún þokaðist til lands. Fjaran
var tætt af sprengjugígum og upp
úr þeim hlupu menn og óðu út í
sjóinn til þeirra. Fram úr sand-
öldunum skjögruðu enn fleiri og
studdu þá særðu. Öll fjaran var
iðandi mannhaf og bátagrúi og yfir
þá bylgjaðist dökkur reykurinn frá
eldunum í Dunkirk.
Á þriggja og hálfs feta dýpi
stanzaði hún. Nær flutu þau ekki.
Hún hlustaði eftir óskapnaðar-
hljóðum þeim, sem Johnnie kallaði
upp, þegar hann dró inn rennvota
línuna, og skildi þau glöggt.
Svo laut hún að talpípunni og
skipaði að stanza. Tanner átti í
basli með byssuna og hellti úr sér
samhengislausum ókvæðisorðum.
Ferris gamli kom upp með hjálm
og björgunarbelti, gekk til hennar
og kveikti í pípu sinni.
Þeir sögðu ég væri of gamall til
að berjast---------
Farðu niður. Við erum á fjögurra
feta dýpi. Vélarnar verða að ganga.
Sprengja féll á mennina, sem óðu
til þeirra. Hún lokaði augunum
snöggvast. Mældu áfram, Johnnie.
Hvað er dýpið nú?
Fjögg-gg-óh, æpti Johnnie.
Ágætt, vinur, áfram.
Vélbyssan tók til starfa á ný.
Tanner hafði hreinsað hana og tók
til óspilltra málanna og kvað for-
mælingar eins og seyð. Hægt á-
fram, Ferris. Annar hópur manna,
sem stóð í sjó undir hendur. hafði
náð þeim.
Johnnie leit til hennar og benti
á þrútin og sólsviðin andlit þeirra.
Hann var sannfærður um, að það
væri lóði hans að þakka, að þeir
voru komnir og var himinlifaandi
Einhvers staðar í fjarska tók þýzk
fallbyssa til að skjóta og kúlurnar
öskruðu yfir höfðum þeirra.
Hún mændi á hvert andlit, þeg-
ar þeir komu vaðandi og stynjandi
í áttina til hennar og drógu hvern
annan innbyrðis. Hún ták sextíu
og sjötíu í ferð og ferjaði þá að