Dvöl - 01.07.1945, Side 78
220
D VÖL
Spánskir hanzkar
Eftir Mark Twain
Oft minnist ég þess, þegar ég
keypti mér hanzka i Gíbraltar.
Við Holst og læknirinn vorum
búnir að rangla alllengi um uppi
á torginu, hlusta á lúðrablástur og
horfa á yndislegar stúlkur, spánsk-
ar og enskar. Nú vorum við á leið-
inni í leikhúsið. Þá mættum við
nokkrum ferðafélögum okkar og
þeir ráðlögðu okkur að skreppa inn
í búðarholu, rétt við ráðhúsið, og
kaupa hanzka. Þeir sögðu að
hanzkarnir þar væru góðir og
hreint ekki dýrir. Okkur fannst, að
sjálfsagt mundi nú vera fínast að
vera með hanzka í leikhúsinu, svo
við fórum þania inn. Reglulega af-
bragðs fögur ung stúlka í búðinni
kom með eina handa mér — þeir
voru bláir. Ég er nú ekki beinlínis
neitt sérstaklega gefinn fyrir bláa
litinn, en hún sagði að hann ætti
lang bezt við hendur eins og mínar.
Sú athugasemd hitti mig þar, sem
ég var veikastur fyrir. Ég gaut, í
laumi, augunum niður á höndina
á mér og mér fannst að ég þyrfti
hreint ekkert að skammast mín
fyrir hana. Svo fór ég að toga
hanzkann á vinstri höndina — og
roðnaði örlítið. Hanzkinn var auð-
sjáanlega of lítill. En, drottinn
minn, hvað ég varð þakklátur þeg-
ar hún sagði:
„Já, hann er alveg nákvæmlega
mátulegur“ — þó mér sýndist hann
alls ekki vera mátulegur.
Ég togaði í af öllum mætti, en
hann þokaðist ekki þumlung. Hún
sagði:
„Já, þér eruð vanur að ganga
með hanzka, það er strax auðséð.
— Margir karlmenn eru svo klaufa-
legir, þegar þeir eru að láta upp
hanzka.“
Þetta var nú viðurkenning, sem
ég var alls ekki við búinn. Því að
ég var sannarlega ekki vanur að
ganga með öðruvísi hanzka en úr
þvottaskinni. Nú, jæja. Ég gerði
nýja tilraun — og sprengdi hanzk-
ann alla leið frá þumalfingrinum
inn í miðjan lófa, — og flýtti mér
að fela rifuna. Stúlkan hélt áfram
að slá mér gullhamra, og ég
strengdi þess heit með sjálfum
mér, að ég skyldi vinna til gull-
hamranna ,eða liggja dauður ella.
„Ja-há! Þér kunnið það!“ (Rifa
þvert yfir handarbakið). „Hann
fer alveg ágætlega, — en þér hafið
líka mjög smáa hönd, — ja, ef
hanzkarnir eru of litlir, þá skuluð
þér náttúrlega ekki taka þá.“ (Þar