Dvöl - 01.07.1945, Page 82

Dvöl - 01.07.1945, Page 82
224 D VÖL „Svarið henni ekki,“ hvíslaði frú Macphail fljótmælt. Þær héldu áfram og voru brátt úr kallfæri. „Hún er dóni, ósvífinn dóni,“ gusaðist út úr frú Davidson. Hún var alveg að springa af bræði. Á heimleiðinni mættu þær henni. Hún gekk niður að höfn og var I fullum skrúða. Stóri, hvíti hatturinn með blómaruslinu var hneyksl- anlegur. Hún kallaði glaðklakkalega til þeirra, um leið og hún gekk hjá, og tveim amerískum sjómönnum, sem horfðu á, var skemmt, þeg- ar frúrnar settu upp jökulkaldan þóttasvip. Þær náðu heim, rétt áður en rigna tók á ný. „Ég gæti trúað, að skartið hennar vöknaði illa,“ sagði frú Davidson með bitru háðsglotti. Trúboðinn kom ekki inn fyrr en þau voru hálfnuð að borða. Hann var gegndrepa, en vildi þó ekki hafa fataskipti. Hann sat til borðs, þögull og svipþungur, bragðaði naumast á matnum, en starði út í regnið. Þegar frú Davidson sagði honum frá fundum þeirra og ungfrú Thompson, svaraði hann engu, en brúnirnar sigu og gáfu til kynna, að hann fylgdist með orðum hennar. „Finnst þér ekki, að við ættum að láta hr. Horn vísa henni á dyr?“ spurði frú Davidson. „Við getum ekki sætt okkur við móðganir hennar.“ „Hún virðist ekki hafa í annað hús að venda,“ sagði læknirinn. „Hún getur búið hjá einhverjum frumbyggjanna." „í svona tíðarfari hlýtur að vera heldur ömurlegt að búa í frum- byggjakofa." „Þetta gerði ég í mörg ár,“ sagði trúboðinn. Litla innfædda stúlkan kom með steikta banana, sem þau fengu í eftirmat á hverjum degi. Davidson vék sér að henni. „Spurðu ungfrú Thompson, hvenær ég megi koma og tala við hana,“ sagði hann. Stúlkan kinkaði feimin kolli og fór út. „Til hvers ætlarðu aö tala við hana. Alfred?“ spurði kona hans. „Það er skylda mín að tala við hana Ég tek ekki til minna ráða, fyrr en hún hefir hafnað hverju tækifæri að bæta ráð sitt.“ „Þú veizt ekki, hvernig hún er. Hún hellir yfir þig móðgunum." „Má vera, að hún móðgi mig. Má vera, að hún hræki á mig. En sál hennar er ódauðleg, og ég verð að gera allt, sem í mínu valdi stendur, henni til bjargar." í eyrum frú Davidson hljómaði ennþá hæðnishlátur skækjunnar. „Hún er of djúpt sokkin.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.