Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 82
224
D VÖL
„Svarið henni ekki,“ hvíslaði frú Macphail fljótmælt.
Þær héldu áfram og voru brátt úr kallfæri.
„Hún er dóni, ósvífinn dóni,“ gusaðist út úr frú Davidson.
Hún var alveg að springa af bræði.
Á heimleiðinni mættu þær henni. Hún gekk niður að höfn og var
I fullum skrúða. Stóri, hvíti hatturinn með blómaruslinu var hneyksl-
anlegur. Hún kallaði glaðklakkalega til þeirra, um leið og hún gekk
hjá, og tveim amerískum sjómönnum, sem horfðu á, var skemmt, þeg-
ar frúrnar settu upp jökulkaldan þóttasvip. Þær náðu heim, rétt áður
en rigna tók á ný.
„Ég gæti trúað, að skartið hennar vöknaði illa,“ sagði frú Davidson
með bitru háðsglotti.
Trúboðinn kom ekki inn fyrr en þau voru hálfnuð að borða. Hann
var gegndrepa, en vildi þó ekki hafa fataskipti. Hann sat til borðs,
þögull og svipþungur, bragðaði naumast á matnum, en starði út í
regnið. Þegar frú Davidson sagði honum frá fundum þeirra og ungfrú
Thompson, svaraði hann engu, en brúnirnar sigu og gáfu til kynna, að
hann fylgdist með orðum hennar.
„Finnst þér ekki, að við ættum að láta hr. Horn vísa henni á dyr?“
spurði frú Davidson. „Við getum ekki sætt okkur við móðganir hennar.“
„Hún virðist ekki hafa í annað hús að venda,“ sagði læknirinn.
„Hún getur búið hjá einhverjum frumbyggjanna."
„í svona tíðarfari hlýtur að vera heldur ömurlegt að búa í frum-
byggjakofa."
„Þetta gerði ég í mörg ár,“ sagði trúboðinn.
Litla innfædda stúlkan kom með steikta banana, sem þau fengu í
eftirmat á hverjum degi. Davidson vék sér að henni.
„Spurðu ungfrú Thompson, hvenær ég megi koma og tala við hana,“
sagði hann.
Stúlkan kinkaði feimin kolli og fór út.
„Til hvers ætlarðu aö tala við hana. Alfred?“ spurði kona hans.
„Það er skylda mín að tala við hana Ég tek ekki til minna ráða,
fyrr en hún hefir hafnað hverju tækifæri að bæta ráð sitt.“
„Þú veizt ekki, hvernig hún er. Hún hellir yfir þig móðgunum."
„Má vera, að hún móðgi mig. Má vera, að hún hræki á mig. En sál
hennar er ódauðleg, og ég verð að gera allt, sem í mínu valdi stendur,
henni til bjargar."
í eyrum frú Davidson hljómaði ennþá hæðnishlátur skækjunnar.
„Hún er of djúpt sokkin.“