Dvöl - 01.07.1945, Side 85

Dvöl - 01.07.1945, Side 85
DVÖL 227 Macphail læknir horfði á regnið falla til jarðar. „Það er sjálfsagt ekki til neins og vænta þess, að upp stytti.“ Um kvöldið, meðan þau sátu í viðhafnarstofunni, rakti Davidson minningar sínar frá skólaárunum. Hann var blásnauður og brauzt áfram með því að vinna hitt og þetta í skólaleyfunum. Niðri var hljótt. Ungfrú Thompson var ein í herbergi sínu og hélt kyrru fyrir. En allt i einu tók grammófónninn að spila. Hún hafði sett hann af stað í þrjózku, til þess að dreifa skuggum einverunnar, en það tók enginn undir, og lagið varð þunglyndislegt. Það var því líkast sem hrópað væri á hjálp. Davidson lét sem ekkert væri. Hann var að segja þeim sögu og hélt henni áfram án minnstu svipbrigða. Á hljómlist ungfrúarinn- ar varð enginn stanz. Ein platan tók við af annarri. Það var sem þögn og hitamolla næturinnar væri taugum hennar þungbær. Læknishjónin gengu til hvílu, en gátu ekki sofnað. Þau lágu glaðvakandi hlið við hlið og hlustuðu á suðið í blóðþyrstum mýflugunum utan við hvílutjaldið. „Hvað er þetta?“ hvíslaði frú Macphail að lokum. Gegnum timburþilið barst rödd, og röddin var trúboðans. Hann mælti fram einhverja tilbreytingarlausa, alvöruþunga síbylju. Hann var að biðjast fyrir. Hann var að biðja fyrir sál ungfrú Thompson. Tveir eða þrír dagar liðu. Nú heilsaði ungfrú Thompson þeim ekki lengur með kumpánlegu háðsbrosi, þegar þau mættu henni á götunni; hún gekk fram hjá þeim hnakkakert og lét sem hún sæi þau ekki, hleypti brúnum og á máluðu andlitinu var ólundarsvipur. Mangarinn sagði lækninum, að hún hefði leitað annars húsnæðis, en ekkert fengið. Á kvöldin lék hún grammófónplötur sínar, en uppgerðin í þeirri glað- værð var nú augljós. Leikandi, léttur háttur danslaganna var genginn úr skorðum og minnti á hækjugang hins farlama. Þegar hún fór að spila á sunnudegi, sendi Davidson húsráðanda til þess að biðja hana að hætta þegar í stað, þar sem þetta væri dagur Drottins. Hún stöðv- aði grammófóninn, og húsið var hljótt, nema hvað regnið buldi sí og æ á þakinu. „Ég er hræddur um, að henni sé ekki rótt,“ sagði mangarinn daginn eftir við Macphail. „Hún veit ekki, hvað hr. Davidson hefur á prjón- unum og það skýtur henni skelk í bringu.“ Macphail hafði séð henni bregða fyrir um morguninn og rak þá augun í, að hrokasvipurinn var horfinn, en í staðinn komið eitthvað, sem minnti á hundelt dýr. Kynblendingurinn gaut til hans hornauga. „Þér vitið sjálfsagt ekki, hvaða ráðstafanir hr. Davidson er að gera?“ hætti hann á að spyrja.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.