Dvöl - 01.07.1945, Side 87
DVÖL
22!)
„Með því eigið þér sennilega við, að hann sé ekki sem leiðitam-
astur við yður,“ mælti læknirinxr hlæjandi.
Trúboðanum stökk ekki broS.
„Ég ætlast ekki til þess, að hann geri annað en það, sem rétt er.
Til þess ætti ekki að þurfa miklar fortölur.“
„En skoðanir manna geta veriö skiptar um það, hvað sé rétt.“
„Myndi þolinmæði yðar ekki þrjóta, ef hikað væri við að taka af
fót, sem drep er hlaupið'í?“
„Um drep í fæti verður ekki deilt.“
„En um synd og spillingu?“
Brátt kom í ljós, hvað Davidson hafði fyrir stafni. Þau höfðu ný-
lega lokið miðdegisverði, en konurnar og læknirinn voru ekki gengin
til hvíldar, eins og vandi þeirra var, þegar hitinn var óbærilegastur.
Davidson lét sér fátt um finnast þann ómennskubrag. Þá var hurð-
inni allt í einu hrundið upp, og ungfrú Thompson kom inn. Hún lit-
aðist um í stofunni og gekk svo í áttina til trúboðans.
„Bölvaður drullusokkurinn, hvað hafið þér sagt landstjóranum um
mig?“
Hún var óðamála af reiði. Það var þögn andartak. Svo dró trúboð-
inn stól fram á gólfið.
„Viljið þér ekki fá yður sæti, ungfrú Thompson? Ég hef verið að
vonast eftir, að þér töluðuð við mig aftur.“
„Þér eruð svívirðilegt úrþvætti."
Hún ruddi úr sér skammaroku og sparaði hvorki stór orð né ljót.
Davidson horfði á hana stilltur og alvarlegur.
„Ég læt þann munnsöfnuð, sem þér teljið sæmandi að viðhafa um
mig, eins og vind um eyrun þjóta, ungfrú Thompson,“ sagði hann,
„en ég hlýt að biðja yður að minnast þess, að hér eru konur inni.“
Nú mátti ekki á milli sjá, hvort reiði hennar eða grátur hefði yfir-
höndina. Hún var rjóð og þrútin í framan, eins hún væri að kafna.
„Hvað hefur komið fyrir.?“ spurði Macphail læknir.
„Hér kom einhver náungi áðan og sagði, að ég yrði að fara með
næsta skipi.“
Brá glampa fyrir í augum trúboðans? Engin svipbrigði sáust á and-
liti hans.
„Þér getið varla búizt við, að landstjórinn leyfi yður að dvelja hér,
eins og á stendur."
„Það er yður að kenna,“ skrækti hún. „Þér gabbið mig ekki, Það
er yður að kenna.“