Dvöl - 01.07.1945, Page 87

Dvöl - 01.07.1945, Page 87
DVÖL 22!) „Með því eigið þér sennilega við, að hann sé ekki sem leiðitam- astur við yður,“ mælti læknirinxr hlæjandi. Trúboðanum stökk ekki broS. „Ég ætlast ekki til þess, að hann geri annað en það, sem rétt er. Til þess ætti ekki að þurfa miklar fortölur.“ „En skoðanir manna geta veriö skiptar um það, hvað sé rétt.“ „Myndi þolinmæði yðar ekki þrjóta, ef hikað væri við að taka af fót, sem drep er hlaupið'í?“ „Um drep í fæti verður ekki deilt.“ „En um synd og spillingu?“ Brátt kom í ljós, hvað Davidson hafði fyrir stafni. Þau höfðu ný- lega lokið miðdegisverði, en konurnar og læknirinn voru ekki gengin til hvíldar, eins og vandi þeirra var, þegar hitinn var óbærilegastur. Davidson lét sér fátt um finnast þann ómennskubrag. Þá var hurð- inni allt í einu hrundið upp, og ungfrú Thompson kom inn. Hún lit- aðist um í stofunni og gekk svo í áttina til trúboðans. „Bölvaður drullusokkurinn, hvað hafið þér sagt landstjóranum um mig?“ Hún var óðamála af reiði. Það var þögn andartak. Svo dró trúboð- inn stól fram á gólfið. „Viljið þér ekki fá yður sæti, ungfrú Thompson? Ég hef verið að vonast eftir, að þér töluðuð við mig aftur.“ „Þér eruð svívirðilegt úrþvætti." Hún ruddi úr sér skammaroku og sparaði hvorki stór orð né ljót. Davidson horfði á hana stilltur og alvarlegur. „Ég læt þann munnsöfnuð, sem þér teljið sæmandi að viðhafa um mig, eins og vind um eyrun þjóta, ungfrú Thompson,“ sagði hann, „en ég hlýt að biðja yður að minnast þess, að hér eru konur inni.“ Nú mátti ekki á milli sjá, hvort reiði hennar eða grátur hefði yfir- höndina. Hún var rjóð og þrútin í framan, eins hún væri að kafna. „Hvað hefur komið fyrir.?“ spurði Macphail læknir. „Hér kom einhver náungi áðan og sagði, að ég yrði að fara með næsta skipi.“ Brá glampa fyrir í augum trúboðans? Engin svipbrigði sáust á and- liti hans. „Þér getið varla búizt við, að landstjórinn leyfi yður að dvelja hér, eins og á stendur." „Það er yður að kenna,“ skrækti hún. „Þér gabbið mig ekki, Það er yður að kenna.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.