Dvöl - 01.07.1945, Síða 88

Dvöl - 01.07.1945, Síða 88
230 D VÖL „Mér er engin launung á, aö ég hvatti landstjórann til þess að gera þær einu ráðstafanir, sem samkvæmar voru skyMurr: hans.“ „Því gátuð þér ekki látið mig í friöi? Ég gerði yður ekki neitt.“ „Ég fullvissa yður um, að þótt svo hefði verið, skyldi ég síðastur allra manna hafa erft það við yður.“ „Haldið þér, að mig langi til að hanga lengur hér í þessari bæjar- nefnu? Ég lít ekki út eins og umrenningur, finnst yður það?“ „Fyrst svo er, fæ ég ekki séð, að þér hafið ástæðu til að kvarta,“ svaraði hann. í bræði sinni öskraði hún eitthvaö, sem ekki skildist, og strunzaði út úr stofunni. Það varð stutt þögn. „Það er ánægjulegt að heyra, að landstjórinn hefur loks látið til skarar skríða,“ mælti Davidson að lokum. „Hann er linur í sóknum og tvísteig mjög í þessu máli. Hann sagði, að hún yrði hér ekki nema í hálfan mánuð hvort sem væri, og ef hún héldi áfram til Apia, væri hún komin í brezkt lögsagnarumdæmi og kæmi sér ekki lengur við.“ Trúboðinn spratt á fætur og skálmaði um stofuna. „Það er hryllilegt, hvernig menn í trúnaðarstöðum leitast við að smeygja sér undan ábyrgð, sem á þeim hvílir. Þeir tala eins og sú spilling, sem ekki blasir við þeim sjálfum, væri ekki til. Það eitt, að þessi kona skuli fyrirfinnast, er svíyirða, og það bætir ekki úr skák, þótt hún sé flutt til annarrar eyjar. Að síðustu neyddist ég til þess að segja við hann fá orð í fullri meiningu." Brúnir trúboðans sigu, og hann skaut hökunni fram. í svipnum var ofsi og harka. „Hvað eigið þér við með því?“ „Trúboðið okkar er ekki með öllu áhrifalaust í Washington. Ég benti landstjóranum á, að það yrði honum ekki til hagræðis, ef kvartanir bærust um stjórn hans hér.“ „Hvenær á hún að fara?“ spurði læknirinn eftir nokkra þögn. „Skipið, sem er í förum milli Sydney og San Francisco, er væntan- legt hingað á þriðjudaginn kemur. Hún verður að fara með því.“ Þangað til voru fimm dagar. Daginn eftir, þegar lækninnn kom heim af sjúkrahúsinu, þar sem hann dvaldi flesta morgna 'sér til dægra- styttingar, stöðvaði kynblendingurinn hann á leiðinni upp stigann. „Afsakic, Macphail læknir, ungfrú Thompson er veik, vilduð þér líta á hana?“ „Sjálfsagt." Horn fylgdi honum inn til hennar. Hún sat aðgerðalaus i stól og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.