Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 89
DVÖL
231
las hvorki né saumaði, en starði fram fyrir sig. Hún var i hvíta kjóln-
um og með stóra, blómskreytta hattinn á höfðinu. Læknirinn veitti
því athygli, að hörund hennar var gult og óhreint undir andlitsduft-
inu og augun þreytuleg.
„Ég heyri sagt, að þér séuð lasnar," sagði hann.
„O-jæja, ég er nú eiginlega ekkert veik. Ég sagði það bara, af því
að ég varð að fá að tala við yður. Mér er ætlað að fara héðan með
skipi til San Francisco.“
Hún leit á hann og hann sá, að í augum hennar var skelfing. Hún
opnaði og kreppti hnefana á víxl eins og í krampa. Mangarinn stóð
í gættinni og lagði hlustir við.
„Já, mér hefur skilizt það,“ sagði læknirinn.
Hún kingdi munnvatni sínu.
„Það er ekki sem þægilegast fyrir mig að fara til San FrancisCo nú
sem stendur. Ég fór að finna landstjórann í gærdag, en náði ekki tali
af honum. Ég hitti skrifarann, og hann sagði mér, að ég yrði að fara
með þessu skipi og svo væri það mál útrætt. En ég varð að hitta land-
stjórann og beið því fyrir utan hjá honum í morgun og ávarpaði
hann, þegar hann kom út. Hann ætlaöi ekki að tala við mig, en ég
lét hann ekki slá mig út af laginu, og loksins sagðist hann ekkert
hafa á móti því, að ég biði hér eftir næsta skipi til Sydney, ef séra
Davidson gæfi það eftir.“
Hún þagnaði og leit á lækninn full eftirvæntingar.
„Ég veit svei mér ekki, hvað hægt er að gera í þessu máli,“ sagði
hann.
„Ja, mér datt nú i hug, að þér vilduð kannske færa þetta í tal við
hann. Ég sver, að ég skal ekki koma neinu af stað hér, ef hann bara
leyfir mér að bíða. Og ef hann vill, skal ég ekki fara út fyrir hússins
dyr. Þetta verður nú í hæsta lagi hálfur mánuður."
„Ég skal tala við hann.“
„Hann gefur það aldrei eftir,“ mælti Horn. „Hann rekur yður af
stað á þriðjudaginn, og það er bezt fyrir yður að sætta yður við það
strax.“
„Segið þér honum, að ég geti fengið atvinnu i Sydney, heiðarlega
atvinnu, meina ég. Það er ekki til mikils mælzt.“
„Ég skal gera hvað ég get.“
„Og viljið þér svo koma strax á eftir og segja mér? Ég get ekkert
tekið mér fyrir hendur, fyrr en ég fæ að vita af eða á.“
Lækninum geðjaðist ekki sem bezt að erindinu, sem honum var