Dvöl - 01.07.1945, Page 90
232
D V ÖI
faliö að reka, og eins og við mátti búast af honum, gekk hann ekki
beint til verks. Hann sagði konu sinni, hvað þeim ungfrú Thompson
hafði farið á milli, og bað hana að tala við frú Davidson. Honum
fannst trúboðinn hafa beitt ofríki, og ekki gat það sakað, þótt stúlk-
unni væri enn leyft að dvelja í Pago-Pago í hálfan mánuð. En hann
var ekki viöbúinn árangrinum af meðalgöngu sinni, Trúboðinn kaus
að ræða málið milliliðalaust.
„Frú Davidson segir mér, að Thompson hafi talað við yður.“
Eins og títt er um feimna menn, reiddist læknirinn þessari beinu
atlögu, sem neyddi hann út úr fylgsninu. Hann kafroðnaði og fann
blóð sitt ólga.
„Ég fæ ekki séð, að það breyti neinu, þótt hún færi til Sydney í
stað San Francisco, og meðan hún lofar bót og betrun, finnst mér
fjandi hart, að hún skuli vera ofsótt."
Trúboðinn horfði á hann, fast og einarölega.-
„Hvers vegna vill hún ekki fara aftur til San Fancisco?“
„Um það spurði ég ekki,“ svaraði læknirinn með nokkrum þjósti.
„Og ég er þeirrar skoðunar, að menn ættu ekki að blanda sér í það,
sem þeim kemur ekki við.“
Ef til vill skorti nokkuð á kurteisi í þessu svari.
„Landstjórinn hefur skipað svo fyrir, að hún skuli fara héðan af
eynni með fyrstu ferð. Hann hefur einungis gert skyldu sína, og ég
ætla ekki að sletta mér fram í' það. Hér stafar af henni hættp,.“
„Þér eruð miskunnarlaust hörkutól."
Konurnar litu báðar skelfdar á lækninn, en ástæðulaust var að
óttast rimmu, því að trúboðinn brosti blíðlega.
„Það hryggir mig ósegjanlega, að þér skuluð hafa það álit á mér,
Macphail læknir. Ég segi yður satt, ég kenni sárlega í brjósti um þessa
veslings konu, en ég leitast einungis við að gera skyldu mína.“
Læknirinn svaraði engu. Hann horfði út um gluggann ólundarlegur.
Aldrei þessu vant var nú þurrt veður, og handan við flóann sá í þorpið,
þar sem frumbyggjarnir höfðu hreiðrað um sig milli trjánna.
„Ég ætla að nota þennan skúralétti til þess að koma út undir bert
loft,“ mælti hann.
„Gerið það fyrir mig að bera ekki óvildarhug til mín, þótt ég geti
ekki orðið við ósk yðar,“ sagði Davidson og brosti þunglyndislega.
„Ég virði yður mjög mikils, læknir, og mér væri það raun, ef ég geðj-
aðist yður ekki.“
„Ég er þess fullviss, að þér hafið nægilega gott álit á yður sjálfur