Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 91

Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 91
D V Ö L 233 til þess að láta yður mitt álit í léttu rúmi liggja,“ hreytti hann út úr sér. „Þarna fékk ég fyrir ferðina,“ sagði trúboðinn og skríkti. Lækninum gramdist, að hann skyldi hafa gefið lausan tauminn þeirri ókurteisi, sem ekkert var á að græða. Þegar hann kom niður, beið ungfrú Thompson hans í dyragætt sinni. „Jæja,“ sagði hún, „eruð þér búinn að tala við hann?“ „Já, en því miður vill hann ekkert aðhafast,“ svaraði læknirinn og forðaðist í vandræðum sínum að líta á hana. En svo gaut hann til hennar augunum, því að hann heyrði, að hún snökti. Hann sá, að hún var náföl af ótta. Honum féll allur ketill í eld. Og allt í einu datt honum dálítið í hug. „En látið samt ekki hugfallast. Mér finnst skammarlega farið að við yður, og ég ætla sjálfur að tala við landstjórann.“ „Núna?“ Hann kinkaði kolli. Það glaðnaði yfir henni. „Ó, hvað það er elskulegt af yður! Ég er viss um, að hann leyfir mér að bíða, ef þér talið við hann fyrir mig. Ég skal ekki gera nokkurn skapaðan hlut, sem ég á ekki að gera, meðan ég er hér.“ Macphail læknir vissi varla, hvers vegna hann ákvað að tala máli ungfrú Thompson við landstjórann. Honum stóð nákvæmlega á sama, hvort hún var eða fór, en hann hafði reiðzt við trúboðann, og það rauk ekki úr honum á samri stundu, ef hann skipti skapi. Hann hitti land- stjórann heima. Hann var gamall sjómaður, glæsimenni og jötunn að vexti, með grátt yfirskegg, sem minnti á tannbursta. Einkennisbún- ingur hans var mjallahvítur. „Erindi mitt er að tala við yður um konu, sem býr í sama húsi og við,“ sagði hann. „Hún heitir Thompson.“ „Ég hef víst þegar heyrt næsta nóg um hana talað, Macphail lækn- ir,“ sagði landstjórinn brosandi. „Ég hefi skipað henni að fara héðan á þriðjudaginn kemur, og meira get ég ekki gert í því máli.“ „Mig langaði til að spyrja yður, hvort þér væruð ekki fáanlegur til þess að leyfa henni að bíða eftir skipinu, sem kemur frá San Francisco, svo að hún komist til Sidney. Ég skal ábyrgjast góða hegðun hennar." Landstjórinn brosti enn þá, en hann varð píreygur og alvarlegur á svipinn. „Mér væri ánægja að gera bón yðar, Macphail læknir, en ég hef skip- að svona fyrir, og því verður ekki breytt.“ Læknirinn lýsti málavöxtum eins skynsamlega og hann gat, en nú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.