Dvöl - 01.07.1945, Side 95
nvöL
237
lega fjarlæg. „Ég vil, að þið biðjið öll með mér fyrir sál þessarar villu-
ráfandi systur.“
Hann tók biblíuna ofan af hillu og settist við borðið, þar sem þau
höfðu matazt. ílátin stóðu þar enn, og hann ýtti tepottinum frá sér.
Svo tók hann að lesa fyrir þau, með djúpri og hljómsterkri röddu,
kapítulann, þar sem sagt er frá fundi Jesú Krists og konunnar, sem
staðin var að hórdómi.
„Krjúpið nú með mér og látum oss biðja fyrir sálu kærrar systur
vorrar, Sadie Thompson."
Hann hóf upp langa og eldheita bæn, þar sem hann sárbað Drottin
að vera hinni syndugu konu miskunnsamur. Frú Macphail og frú
Davidson krupu og byrgðu augu sín. Áður en læknirinn gat áttað sig
á því, sem fram fór, kraup hann líka, feiminn og kindarlegur. Mælska
trúboðans var ofboðsleg. Hann var hrærður úr hófi fram, og tárin
streymdu niður kinnarnar, meðan hann talaði. Úti féll regnið sleitu-
laust til jarðar; það unni sér ekki hvíldar fremur en grimmd og illgirni
mannanna.
Loksins var bænin á enda. Hann þagði um stund, en mælti svo:
„Vér viljum nú öll biðja faðirvor.“
Þau gerðu sem hann bauð, og þegar hann svo reis á fætur, fóru þau
að dæmi hans. Frú Davidson var föl, en ró hafði færzt yfir andlit henn-
ar. Hún hafði hlotið frið og huggun, en læknishjónin urðu allt í einu
vandræðaleg og vissu ekki. hvað þau áttu af sér að gera.
„Ég ætla að skreppa niður og vita, hvernig henni líður núna,“ sagði
Macphail.
Hann barði að dyrum hjá henni, og það var Horn, sem opnaði. Ung-
frú Thompson sat í ruggustól og grét með hljóðum ekka.
„Hvað eruð þér að gera þarna?“ spurði læknirinn. „Ég sagði yður
að liggja fyrir.“
,,Ég get ekki legið fyrir. Ég þarf að tala við hr. Davidson.“
„Haldið þér, stúlka mín, að það sé til nokkurs? Þér fáið hann aldrei
til þess að láta undan.“
„Hann sagðist skyldu koma, ef ég gerði sér boð.“
Læknirinn gaf mangaranum bendingu.
„Sækið þér hann.“
Hann beið hjá henni, meðan mangarinn fór upp, en hvorugt mælti
orð. Davidson kom að vörmu spori.
„Afsakið, að ég sendi eftir yður,“ sagði hún og leit á hann döpur á svip.
„Ég bjóst við því. Ég vissi, aö Drottinn myndi heyra bæn mína.“