Dvöl - 01.07.1945, Page 95

Dvöl - 01.07.1945, Page 95
nvöL 237 lega fjarlæg. „Ég vil, að þið biðjið öll með mér fyrir sál þessarar villu- ráfandi systur.“ Hann tók biblíuna ofan af hillu og settist við borðið, þar sem þau höfðu matazt. ílátin stóðu þar enn, og hann ýtti tepottinum frá sér. Svo tók hann að lesa fyrir þau, með djúpri og hljómsterkri röddu, kapítulann, þar sem sagt er frá fundi Jesú Krists og konunnar, sem staðin var að hórdómi. „Krjúpið nú með mér og látum oss biðja fyrir sálu kærrar systur vorrar, Sadie Thompson." Hann hóf upp langa og eldheita bæn, þar sem hann sárbað Drottin að vera hinni syndugu konu miskunnsamur. Frú Macphail og frú Davidson krupu og byrgðu augu sín. Áður en læknirinn gat áttað sig á því, sem fram fór, kraup hann líka, feiminn og kindarlegur. Mælska trúboðans var ofboðsleg. Hann var hrærður úr hófi fram, og tárin streymdu niður kinnarnar, meðan hann talaði. Úti féll regnið sleitu- laust til jarðar; það unni sér ekki hvíldar fremur en grimmd og illgirni mannanna. Loksins var bænin á enda. Hann þagði um stund, en mælti svo: „Vér viljum nú öll biðja faðirvor.“ Þau gerðu sem hann bauð, og þegar hann svo reis á fætur, fóru þau að dæmi hans. Frú Davidson var föl, en ró hafði færzt yfir andlit henn- ar. Hún hafði hlotið frið og huggun, en læknishjónin urðu allt í einu vandræðaleg og vissu ekki. hvað þau áttu af sér að gera. „Ég ætla að skreppa niður og vita, hvernig henni líður núna,“ sagði Macphail. Hann barði að dyrum hjá henni, og það var Horn, sem opnaði. Ung- frú Thompson sat í ruggustól og grét með hljóðum ekka. „Hvað eruð þér að gera þarna?“ spurði læknirinn. „Ég sagði yður að liggja fyrir.“ ,,Ég get ekki legið fyrir. Ég þarf að tala við hr. Davidson.“ „Haldið þér, stúlka mín, að það sé til nokkurs? Þér fáið hann aldrei til þess að láta undan.“ „Hann sagðist skyldu koma, ef ég gerði sér boð.“ Læknirinn gaf mangaranum bendingu. „Sækið þér hann.“ Hann beið hjá henni, meðan mangarinn fór upp, en hvorugt mælti orð. Davidson kom að vörmu spori. „Afsakið, að ég sendi eftir yður,“ sagði hún og leit á hann döpur á svip. „Ég bjóst við því. Ég vissi, aö Drottinn myndi heyra bæn mína.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.