Dvöl - 01.07.1945, Side 98

Dvöl - 01.07.1945, Side 98
240 DVÖL er sönn endurfæðing. Sál hennar, sem var svört eins og nóttin, er nú hrein og hvít eins og nýfallin mjöll. Mér er bæði auðmýkt og ótti í huga. Iðrun hennar er fögur og fullkomin. Ég er ekki verður þess að snerta klæðafald hennar.“ „Hafið þér brjóst í yður til að senda hana aftur til San Francisco?“ spurði læknirinn. „Þrjú ár í amerísku fangelsi. Mér fyndist þér ættuð að hlífa henni við því.“ ,Já, en sjáið þér ekki, að þetta er nauðsynlegt? Dettur yður í hug, að ég kenni ekki í brjósti um hana? Ég elska hana, eins og ég elska eigin- konu mína og systur. Alla þá stund, sem hún situr í fangelsi, mun ég þola þær þjáningar, sem hún verður að þola.“ „Þvættingur," mælti læknirinn óþolinmóður. „Þér eruð blindur og skiljið þetta ekki. Hún hefur syndgað og verð- ur því að þjást. Ég veit, hvað hún á í vændum. Hún veröur svelt, pynt- uð og auðmýkt. Ég vil, að hún færi guði fórn með því að taka á sig refsingu mannanna. Ég vil, að hún taki hana á sig með fögnuði í hjarta. Henni hefur hlotnazt tækifæri, sem fáum einum býðst. Guð er góður og guð er miskunnsamur.“ Rödd trúboðans titraði af æsingu. Hann átti fullt í fangi að gera skiljanleg orðin, sem ruddust eins og skriða fram af vörum hans. „Ég biðst fyrir með henni allan daginn, og þegar ég fer frá henni, biðst ég enn fyrir. Ég biðst fyrir af öllum mætti hjarta míns, svo að lausnarinn megi auðsýna henni þessa miklu náð. Ég vil blása henni í brjóst óslökkvandi þrá eftir refsingunni, svo að jafnvel þótt ég loks byðist til að veita henni frelsi, þá hafnaði hún boðinu. Ég vil koma henni í skilning um, að hin beizka fangelsisvist sé þakkarfórn hennar til Drottins vors, sem lét líf sitt fyrir hana.“ Dagarnir liðu seint og silalega. Hugur allra í húsinu dvaldi hjá þessu konutetri meö kramda hjartað, og einhver annarleg geðshræring mótaði framkomu hvers og eins. Hún var eins og fórnarlamb blóð- ugrar skurðgoðadýrkunar, er biði þess eins, að öllu réttlæti hinna villi- mannlegu helgisiða yrði fullnægt. Angistin sljóvgaði hana. Hún mátti ekki til þess hugsa, að Davidson viki frá henni; það var einungis, þegar hann var hjá henni, sem hana skorti ekki hugrekki; hún var ánauöug og ósjálfbjarga og gat því ekki án hans verið. Hún táraðist oft og lengi, hún las í biblíunni og baðst fyrir. Aðra stundina var hún úrvinda og sinnti engu. Þá hugsaði hún gott til þess, sem hún átti i vændum, því að það virtist þó bein og ákveðin lausn frá þeirri hugarkvöl, sem hún átti nú í. Henni var um megn að standast lengur þetta stríð milli
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.