Dvöl - 01.07.1945, Side 100

Dvöl - 01.07.1945, Side 100
242 DVÖL rúmið. Mangarinn lagði fingur á munn sér sem þagnarmerki og benti lækninum að koma með sér. Venjulega var húsráðandi klæddur í óhreinar brækur, en nú var hann berfættur og eklci í nokkurri spjör nema lava-lava frumbyggjanna. Lækninum fannst þann allt í einu líkjast villimanni, og um leið og hann steig fram úr rúminu, sá hann, að hörund hans var meira en lítið flúrað. Hann benti Macphail að koma út á svalirnar, og hann hlýddi. „Hafið þér ekki hátt,“ hvíslaði hann. „Þér eruð beðinn að koma. Farið í yfirhöfn og skó. Fljótt!“ Lækninum flaug fyrst í hug, að eitthvað væri að ungfrú Thompson. „Hvað er að? Á ég að taka verkfæri með mér?“ „Flýtið yður, í guðs almáttugs bænum, flýtið yður!“ Læknirinn sneri aftur inn í svefnherbergið, fór í regnkápu utan yfir náttfötin og setti upp skó með gúmmísólum. Mangarinn beið við dyrn- ar, og þeir læddust á tánum niður stigann. Útidyrnar voru opnar, og fyrir utan stóðu nokkrir frumbyggjar í hnapp. „Hvað er að?“ spurði læknirinn aftur. „Komið þér hérna með mér,“ sagði Horn. Hann fór út, og læknirinn á eftir. Frumbyggjarnir komu á hæla þeim. Þeir gengu þvert yfir götuna og niður í fjöru. Læknirinn sá, að hópur frumbyggja hafði safnazt utan um einhverja þústu í flæðarmálinu. Þeir félagar greikkuðu sporið siðasta spölinn, og frumbyggjarnir opn- uðu hringinn, þegar læknirinn kom. Mangarinn ýtti honum áfram. Það var hryllileg sjón, er við honum blasti, því að hrúgaldið, sem þarna lá hálft í sjó og' hálft á þurru landi, var lík trúboðans. Macphail læknir laut niður — hann var maður, sem æðraðist ekki, hvað sem á gekk — og sneri líkinu við. Það var skorið á háls eyrna milli, og skegghnífurinn, sem verkið var unnið með, var enn í hægri hendinni. „Hann er orðinn kaldur,“ sagði læknirinn. ‘ „Hann hlýtur að vera dáinn fyrir góðri stundu.“ „Einn piltanna var á leið til vinnu rétt áðan, en rakst þá á hann liggjandi hér og kom og sagði mér frá því. Haldið þér, að hann hafi gert það sjálfur?" „Já. Vill ek,ki einhver sækja lögregluna?“ Horn mælti eitthvað á tungu frumbyggjanna, og tveir unglingar þutu af stað. „Við verðum að láta hann liggja hér óhreyfðan, þangað til þeir koma,“ sagði læknirinn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.