Dvöl - 01.07.1945, Qupperneq 100
242
DVÖL
rúmið. Mangarinn lagði fingur á munn sér sem þagnarmerki og benti
lækninum að koma með sér. Venjulega var húsráðandi klæddur í
óhreinar brækur, en nú var hann berfættur og eklci í nokkurri spjör
nema lava-lava frumbyggjanna. Lækninum fannst þann allt í einu
líkjast villimanni, og um leið og hann steig fram úr rúminu, sá hann,
að hörund hans var meira en lítið flúrað. Hann benti Macphail að koma
út á svalirnar, og hann hlýddi.
„Hafið þér ekki hátt,“ hvíslaði hann. „Þér eruð beðinn að koma.
Farið í yfirhöfn og skó. Fljótt!“
Lækninum flaug fyrst í hug, að eitthvað væri að ungfrú Thompson.
„Hvað er að? Á ég að taka verkfæri með mér?“
„Flýtið yður, í guðs almáttugs bænum, flýtið yður!“
Læknirinn sneri aftur inn í svefnherbergið, fór í regnkápu utan yfir
náttfötin og setti upp skó með gúmmísólum. Mangarinn beið við dyrn-
ar, og þeir læddust á tánum niður stigann. Útidyrnar voru opnar, og
fyrir utan stóðu nokkrir frumbyggjar í hnapp.
„Hvað er að?“ spurði læknirinn aftur.
„Komið þér hérna með mér,“ sagði Horn.
Hann fór út, og læknirinn á eftir. Frumbyggjarnir komu á hæla þeim.
Þeir gengu þvert yfir götuna og niður í fjöru. Læknirinn sá, að hópur
frumbyggja hafði safnazt utan um einhverja þústu í flæðarmálinu.
Þeir félagar greikkuðu sporið siðasta spölinn, og frumbyggjarnir opn-
uðu hringinn, þegar læknirinn kom. Mangarinn ýtti honum áfram. Það
var hryllileg sjón, er við honum blasti, því að hrúgaldið, sem þarna
lá hálft í sjó og' hálft á þurru landi, var lík trúboðans. Macphail læknir
laut niður — hann var maður, sem æðraðist ekki, hvað sem á gekk —
og sneri líkinu við. Það var skorið á háls eyrna milli, og skegghnífurinn,
sem verkið var unnið með, var enn í hægri hendinni.
„Hann er orðinn kaldur,“ sagði læknirinn. ‘ „Hann hlýtur að vera
dáinn fyrir góðri stundu.“
„Einn piltanna var á leið til vinnu rétt áðan, en rakst þá á hann
liggjandi hér og kom og sagði mér frá því. Haldið þér, að hann hafi
gert það sjálfur?"
„Já. Vill ek,ki einhver sækja lögregluna?“
Horn mælti eitthvað á tungu frumbyggjanna, og tveir unglingar þutu
af stað.
„Við verðum að láta hann liggja hér óhreyfðan, þangað til þeir
koma,“ sagði læknirinn.