Dvöl - 01.07.1945, Side 101

Dvöl - 01.07.1945, Side 101
DVÖL 243 „Þeir mega ekki fara með hann heim til mín. Ég vil ekki sjá hann undir mitt þak.“ „Þér ggrið eins og yfirvöldin skipa fyrir,“ svaraði læknirinn hvat- lega. „Raunar býst ég við, að þeir flytji hann í líkhúsið.“ Þeir biðu komu lögregluþjónanna. Mangarinn dró sígarettu upp úr fellingu á mittisskýlunni og rétti lækninum aðra. Þeir kveiktu í og höfðu ekki augun af nánum. Macphail læknir skildi hvorki upp né niður. 1 „Af hverju haldið þér, að hann hafi gert það?“ spurði Horn. Læknirinn yppti öxlum. Eftir skamma stund komu innfæddir lög- reglumenn undir stjórn sjóliða með sjúkrabörur, og litlu síðar tveir sjóliðsforingjar og flotalæknir. Þeir tóku til starfa eins og þeir hefðu ekki gert annað um dagana en fást viö sjórekin lík. „Hvað er um konuna hans?“ spurði annar liðsforingjanna. „Fyrst þið eruð komnir, fer ég nú heim og klæði mig. Ég skal sjá um, að henni verði tilkynnt þetta. En ég held það væri bezt, að hún sæi hann ekki fyrr en búið er að laga hann ofurlítið til.“ „Það er hverju orði sannara,“ mælti flotalæknirinn. Þegar læknirinn kom heim aftur, var kona hans nærri alklædd. „Frú Davidson ætlar alveg af göflunum að ganga út af manninum sínum,“ sagði hún við hann um leið og hann kom inn. „Hann hefur ekki stigið fæti i svefnherbergi þeirra í alla nótt. Hún heyrði, að hann fór frá ungfrú Thompson um tvöleytið og fór þá út, í stað þess að koma upp á loftið. Ég býð ekki í hann, ef hann hefur verið á rölt- inu síðan.“ Macphail læknir sagði henni allt af létta og bað hana að tilkynna frú Davidson látið. „En hvers vegna geröi hann þetta?“ spurði hún, lostin skelfingu. „Það veit ég ekki.“ „En ég get það ekki. Ég get það ekki.“ „Þú mátt til.“ Hún leit óttaslegin á hann og fór út. Hann heyrði hana fara inn til frú Davidson. Hann sat stundarkorn og jafnaði sig, en fór svo að raka sig og þvo sér. Þegar hann var klæddur, settist hann á rúmið og beið konu sinnar. Loks kom hún. „Hún vill fá að sjá hann,“ sagði hún. „Þeir fluttu hann í líkhúsið. Ætli við ættum ekki að' fara með henni þangað? Hvernig varð hún við þessu?“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.