Dvöl - 01.07.1945, Side 104

Dvöl - 01.07.1945, Side 104
246 DVÖL Gudmundur Gístason Hagalín: Nokkrar þýddar skáldsögur Amerískar skáldsögur. Einhvern tíma hér áður á ár- um mundu það hafa þótt nokk- ur tíðindi meðal bókmenntamanna á íslandi, að gefin væru út á is- lenzku á sama árinu skáldrit eins og Babbitt eftir Sinclair Lewis og Þrúgur reiðinnar eftir John Stein- beck. Innsta þráin eftir Johan Bojer verður ekki talin skáldverk á borð við þessar sögur, en þegar hún kom út á íslenzku, fóru fram allathyglisverðar umræður um þau sjónarmið, sem þar eru ríkjandi, en um Babbitt og Þrúgur reiðinn- ar hefur verið furðu hljótt. Sinclair Lewis var afreksmaður / í amerískum bókmenntum, og áhrif hans, bein og óbein, hafa verið mikilvæg fyrir heimsbókmennt- irnar yfirleitt — og meira að segja náð hingað norður á veraldarhjar ann. Upton Sinclair hafði fjallað um þjóðfélagslega þróun og við- horf í Bandaríkjunum í mörgum og stórum skáldsögum og vakið mikla athygli og andúð, og Th. Dreiser hafði lýst hringiðu fjár- málalífsins og sýnt á eftirminni- legan hátt örlagaþrungin áhrif þess á hag og heillir einstaklinga meðal bandarísku þjóðarinnar. En hvorugur þessara höfunda hafði ráðið yfir þeirri listrænni tækni í stíl og efnismeðferð, sem gerði allt í senn: vísa ungum skáldum veg- inn, hrífa hlutlausan lesanda til alvarlegrar og varanlegrar um- hugsunar og afvopna þá andstæð- inga, sem vildu fyrir hvern mun halda öllu sem minnst breyttu. En með bók sinni Main Street (Aðal- stræti) skapaði Lewis skáldsögu, þar sem fer saman víðtæk og markviss þjóðfélagsleg glögg- skyggni, sálfræðilegt djúpsæi og frábær tækni í stíl og heildarform- um. Main Street lýsir ógleyman- lega og miskunnarlaust hinni hefð- bundnu borgaralegu meðal- mennsku, sem ríkir í amerískum smábæ — hræsni, skinhelgi, öf- und og hnýsni þeirra, sem sjálfir eru þrælar og vilja svo engum unna annars hlutskiptis.Síðan kom Babbitt, og þar hafði Lewis flutt sjónarsviðið til stórborgarinnar. Þar kynnumst við lífi og hugsana- hætti allefnaðra fjármála- og kaupsýslumanna, sem í fljótu bragði gætu virzt öfundsverðir, virzt geta veitt sér allt — og þá ekki sízt það að fara sinna eigin ferða. En við komumst að raun
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.