Dvöl - 01.07.1945, Síða 104
246
DVÖL
Gudmundur Gístason Hagalín:
Nokkrar þýddar skáldsögur
Amerískar skáldsögur.
Einhvern tíma hér áður á ár-
um mundu það hafa þótt nokk-
ur tíðindi meðal bókmenntamanna
á íslandi, að gefin væru út á is-
lenzku á sama árinu skáldrit eins
og Babbitt eftir Sinclair Lewis og
Þrúgur reiðinnar eftir John Stein-
beck. Innsta þráin eftir Johan
Bojer verður ekki talin skáldverk
á borð við þessar sögur, en þegar
hún kom út á íslenzku, fóru fram
allathyglisverðar umræður um þau
sjónarmið, sem þar eru ríkjandi,
en um Babbitt og Þrúgur reiðinn-
ar hefur verið furðu hljótt.
Sinclair Lewis var afreksmaður
/
í amerískum bókmenntum, og áhrif
hans, bein og óbein, hafa verið
mikilvæg fyrir heimsbókmennt-
irnar yfirleitt — og meira að segja
náð hingað norður á veraldarhjar
ann. Upton Sinclair hafði fjallað
um þjóðfélagslega þróun og við-
horf í Bandaríkjunum í mörgum
og stórum skáldsögum og vakið
mikla athygli og andúð, og Th.
Dreiser hafði lýst hringiðu fjár-
málalífsins og sýnt á eftirminni-
legan hátt örlagaþrungin áhrif
þess á hag og heillir einstaklinga
meðal bandarísku þjóðarinnar. En
hvorugur þessara höfunda hafði
ráðið yfir þeirri listrænni tækni í
stíl og efnismeðferð, sem gerði allt
í senn: vísa ungum skáldum veg-
inn, hrífa hlutlausan lesanda til
alvarlegrar og varanlegrar um-
hugsunar og afvopna þá andstæð-
inga, sem vildu fyrir hvern mun
halda öllu sem minnst breyttu. En
með bók sinni Main Street (Aðal-
stræti) skapaði Lewis skáldsögu,
þar sem fer saman víðtæk og
markviss þjóðfélagsleg glögg-
skyggni, sálfræðilegt djúpsæi og
frábær tækni í stíl og heildarform-
um. Main Street lýsir ógleyman-
lega og miskunnarlaust hinni hefð-
bundnu borgaralegu meðal-
mennsku, sem ríkir í amerískum
smábæ — hræsni, skinhelgi, öf-
und og hnýsni þeirra, sem sjálfir
eru þrælar og vilja svo engum
unna annars hlutskiptis.Síðan kom
Babbitt, og þar hafði Lewis flutt
sjónarsviðið til stórborgarinnar.
Þar kynnumst við lífi og hugsana-
hætti allefnaðra fjármála- og
kaupsýslumanna, sem í fljótu
bragði gætu virzt öfundsverðir,
virzt geta veitt sér allt — og þá
ekki sízt það að fara sinna eigin
ferða. En við komumst að raun