Dvöl - 01.07.1945, Side 109
D VÖL
2öl
uð, og á síðari áratugum, eftir að
verkamenn i þorpum og borgum
hafa bætt lífskjör sín með sam-
tökum um verkalýðsmál og stjórn-
mál, hafa statararnir verið sú stétt
í Svíþjóð, sem hefur búið við lé-
legust lífsskilyrði. Ivar Lo-Johans-
son er kominn af statara-ættum,og
um statarana og lífskjör þeirra hef-
ur hann skrifað flestar bækur sín-
ar. Merkastar þeirra allra eru Bare
en mor (á dönsku Rya-Rya) og
Traktoren, og svo smásagnasafnið
Statarna I—II. Bækur hans hafa,
án þess að í þeim felist beinn
áróður, haft geipimikil áhrif, og er
það talið þeim að þakka, að stat-
aralögin hafa nú veriö afnumin.
í fyrra kom út á íslenzku skáld-
sagan Gatan eftir Lo-Johansson.
Gunnar Benediktsson frá Saurbæ
er þýðandinn.
Gatan er mjög stór skáldsaga.
Hún fjallar einkanlega um ungt
fólk úr sveit, sem flytur til Stokk-
hólms og lendir þar meira og
minna á glapstigum, er rótlaust,
kann ekki við sig og á erfitt um
að afla sér vinnu. Þegar Gatan
kom út, vakti hún mikla athygli, en
mjög var hún umdeild. Hún þótti
allklúr á köflum, og bent var á það,
að hún væri gölluð sem skáldrit.
Ég fyrir mitt leyti get ekki séð, að
höfundur fari lengra í lýsingum
sínum á kynferð'ismálum en nauð-
syn krefur til að leiða í ljós það,
sem hann vill vekja athygli á. Hitt
er annaö: Sem skáldrit hefur Gat-
an sína galla. Pyrst og fremst er
það, að yfirleitt skortir nokkuð á,
að lýsingarnar frá Stokkhólmi beri
þann afar sannfærandi veruleika-
blæ, sem einkennir sveitasögur
Lo-Johansson. Þá er þetta: Mjög
fáar af persónunum eru dregnar
svo ljósum og lifandi dráttum, að
við fáum áhuga fyrir þeim sem
einstaklingum, og meðal annars fer
því fjarri, að aðalpersónan, Adrian,
sé okkur hugstæð að lestri loknum.
Hins vegar er það svo, að þessi
skáldsaga nær ekki yfir nægilega
vítt svið til þess að persónurnar
geti orðið fulltrúar heildarinnar
af því fólki, sem flyzt úr sveitun-
um til höfuðborgarinnar — sagan
getur alls ekki orðið í okkar augum
eins konar heildarútdráttur úr ör-
lagasögu sveitafólksins, sem til
borgarinnar leitar, því að sannar-
lega vegnar ekki einu sinni meiri
hluta þess eins og ætla mætti af
þeim æviþáttum, sem þarna eru
dregnir fram í dagsljósið. En margt
er það í þessari bók, sem er vert
fullrar athygli og íhugunar, ýmsar
lýsingarnar með blæ sennileikans
og einstaka svo snjallar, að þær
verða lesandanum mjög minnis-
stæðar. Má þar til dæmis benda
á kaflann um Adrian í bernsku, þá
er hann fer til borgarinnar með
föður sínum, og ennfremur frá-
sögnina af því, er hinir lítið ver-
aldarvönu foreldrar einnar götu-
stúlkunnar fara í heimsókn til
hennar og þiggja hjá henni marg-