Dvöl - 01.07.1945, Síða 113

Dvöl - 01.07.1945, Síða 113
D VÖL 255 í sumar og haust hafa ljóðskáld þjóð- arinnar látið nokkuð til sín heyra, og ýmis þeirra sent frá sér bækur. Eru það þó einkum þau, er fremur verða talin til góðskálda en stórskálda. „Dvöl“ hefur því miður ekki náð til allra þeirra ljóðabóka, sem komið hafa út á þessu ári, en vill þó geta hér nokkurra þeirra. Steindór Sigurösson: Mansöngv- ar og ininningar. Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar. Akureyri, 1945. Steindór Sigurösson skáld hefir nýlega sent frá sér nýja ljóðabók, þá fjórðu eða fimmtu. Hafði ég þó frekar búizt við skáldsögu frá hans hendi nú, þar eð ekki eru nema örfá ár, síðan ljóðabók hans „Við lifðum eitt sumar“ kom út, og auk þess hafði ég heyrt, að hann væri með skáldsögu i smíðum. í þessari nýju ljóðabók eru allmörg kvæði, flest ný, og fer þó minna fyrir' þeim en í flestum ljóðabókum nú til dags, því að bókin er prentuö með mjög smáu letri og engar sérstakar eyður í henni handa lesendum til að yrkja sín eigin ljóð í. Kvæðum þessarar nýju bókar er skipt í fjcra flokka „Mansöngva og minningar", „Söngva Hassans", „Óð eins dags“ og „Önnur kvæði". Er „Óður eins dags“ ort- ur á fullveldisdeginum í fyrra, og ber óneitanlega með sér, að skáldið hefur sprett úr spori með það í huga að fara vítt yfir á skömmum tíma, — lagt beint af augum og ekki forðazt tálmanirnar sem skyldi, heldur lent við og við í kvik- syndi óvandvirkninnar, sem Steindór Sig- urðsson gæti vel sneitt hjá, ef hann kærði sig um. Þrátt fyrir þessa annmarka er einmitt þessi kvæðaflokkur eitthvað það bezta í bókinni, og enginn þarf að efast um, að hjartaö er trútt, er á bak við slær, — sízt þeir, sem þekkja höfundinn sjálfan. Sama er að segja um önnur kvæði bókarinnar. „Máske kvæðiö sé kalt, en þó knýr það fram allt, sem í kærustu draumsýnum hjarta míns býr.“ segir hann í áðurminnstu ljóði. Og ein- mitt þetta gefur kvæðum Steindórs gildi. Þau eru ekki formið eitt. Ekkert er Stein- dóri fjær en að eltast við nýtt form eða nýja stefnu, bara fyrir það eitt, að um nýjung sé að ræða. En í því, hversu per- sónuleg skoðun eins höfundar eða tilfinn- ingar hans koma fram í ljóði eða sögu, geta engu að síður legið annmarkarnir á verkinu, svo lengi sem forminu er ekki gefinn sæmilega mikill gaumur. Heppilegt orðaval er t. d. mjög stórt atriði í öllum skáldskap, ekki hvað sízt í ljóðum. Og þó ber ekki því að neita, að jafnvel stærstu skáldin flaska. einmitt á þeirri viðleitni sinni oft á tíðum, og veldur því misjafn smekkur manna. Steindór Sig- urðsson er þegar fyrir löngu orðinn þekkt- ur rithöfundur og ljóðskáld hér á landi. Og ekki einungis það, heldur fyrst og fremst, hversu lífsreyndur maður hann er og lesinn vel, gefur manni vonir um,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.