Dvöl - 01.07.1945, Side 114
256
DVÖL
að frá honum muni um siðir koma merki-
legt skáldverk, ef honum endist aldur og
heilsa til. Áhugann vantar hann ekki.
Ég þekki fáa menn jafn lifandi og hug-
myndaauðuga og hann er, þótt veikur sé
og hafi dvalizt í heilsuhæli undanfar-
in ár.
Viðhorf hans til vaxtar og kjara þjóðar
sinnar koma' hvað bezt fram í „Óði eins
dags“. Vonin um, að þjóð hans megi bera
gæfu til að lifa vel í landi sínu, er honum
hugstæðust á alvarlegu augnabliki í sögu
hennar, enda þótt hann sé sjálfur fjarri
þeim stað, þar sem fólkið hefur komið
saman.
Þjóð hefur fylkt
fagurhljómandi,
loforðalýsandi
og ljósboðandi.
Og víst skal
sú von lifa
að mætti slíkt
meiru um valda
en eins dags glysi
og glamfagnaði.
í þessum orðum kemur fram tíma-
bærari skilningur og viðhorf en í ýmsu
öðru, sem haft var yfir á fullveldisdegi
okkar, fyrir hálfu öðru ári síðan.
1. des. 1945.
Elías Mar.
Fífulogar eftir Eerlu. Útgef. Bók-
fellsútgáfan 1945.
Eria er ekki nýgræðingur og hafði kvatt
sér hljóðs á skáldaþingi áður, og hlotið
nokkrar vinsældir og góða dóma ýmissa
ljóðvina. Flestum hafði þó verið hið rétta
nafn hulið, en nú liggur það ekki lengur
í láginni, því að á kápu þessarar bókar er
nokkuð greint frá skáldkonunni og ævi
hennar. Erla heitir réttu nafni Guðfinna
Þorsteinsdóttir og er fátæk húsmóðir í
sveit á Austfjörðum og níu barna móðir.
Hún er komin af gáfuðum og skáld-
hneigðum bændaættum og virðist hag-
mælskan rík í blóði. Þrátt fyrir vanheilsu,
annríki og erfið kjör hefur hún ort mikið,
og hafa ljóð hennar birzt víð'a í blöðum
og tímaritum. Eina ljóðabók hefur hún
áður sent frá sér, „Hélubióm", árið 1937.
Þessi nýja bók Erlu, Fífulogar, er nokk-
uð stór, um 200 síður og kvæðin nokkuð
sett. Margt gott má um þessi ljóð segja.
Erla er mjúkhent og næm, seilist aldrei
um þverbak eftir sterkyrðum eða skarti á
ljóð sín. Mál hennar er lipurt og létt og
fellur að hugsuninni hispurslaust og
mjúklega. Efni bókarinnar er skipt í þrjá
flokka Fremst eru ljóð almenns efnis,
þá þulur og barnaljóð og síðast almanak
Erlu.
Efnið í fyrsta hluta bókarinnar er grip-
ið hvaðanæva úr lífinu, og kennir margra
grasa. Stundum bregður þar fyrir ein-
földum og skemmtilegum athugunum, sem
bera stemningu þjóðkvæða, eins og í
þessari vísu um kossa:
Virðingin kyssir ennið á.
Auðmýktin hönd að vörum brá.
Aðdáun vanga velur sér.
Vináttan kyssir hvar sem er. —
Ástin er frekast að því kunn,
að hún vill kyssa beint á munn.
Þulurnar og barnaljóöin finnst mér
vera bezti hluti bókarinnar, og er þar
margt vel sagt og rímað við barnahæfi.
T. d. finnst mér kvæðið Berjaferð vel
gert barnakvæði.
Ég held. að kennarar og ýmsir aðrir
barnavinir gætu fundið margt til hjálpar
sér í þessum kvæðaflokki Erlu.
Almának Erlu er það sízta í bókinni.
Þar er ein ferskeytla fyrir hvern dag árs-
ins. Þar verða visurnar líkar og sviplitlar,
þótt alls staðar komi fram rímlípurðin og
hagmælskan. Efnið — veðurfar og önnur
sérkenni hverrar árstíðar — er svo marg-
nýtt í íslenzkum alþýðukveðskap, að þar
verður einhverju nýju við að bregða, ef
mann á ekki að finnast sem sama vísan
sé of oft kveðin. Helzti galli þessarar bók-
ar er held ég sá, að hún er of stór, of