Dvöl - 01.07.1945, Side 117

Dvöl - 01.07.1945, Side 117
Er rökkrin koma hulinshljóð, það hefur til mín læðzt. , A. K. íslenzk samvinnufélög 100 ára. Eftir Arnór Sigurjónsson. Útgef. Snælandsútgáfan 1944. Á síðastliðnu ári var haldiö hátíðlegt hundrað ára afmæli samvinnustefnunnar í heiminum, en það afmæli er kennt viö stofnun félags Rochdalevefaranna í Eng- landi. En raunar er það ekki svo auðvelt að ákveða hvenær samvinnustefna í heiminum er hundrað ára, því að hún er fyrst og fremst ákveðið viðhorf og bróðurhugur, er rnenn rækta í huga sín- um og kemur fram í daglegum skiptum manna, fremur en fast félagslegt form. Þess vegna má ganga að því vísu, að þessi stefna hefur komið fram í félagsskap manna fyrr en henni var markaður þessi fæðingardagur. íslendingar telja Sam- vinnustefnu sína liðlega sextíu ára, en þó er ekki þess að dyljast, að upphaf hennar hér mun a. m. k. aldar gamalt. Bók þessi minnist og rekur sögu verzl- unarfélaga, er stofnuð voru fyrir hundrað árum hér á landi, og urðu sá sproti, er íslenzku samvinnufélögin spruttu af. Höf. rekur upphaf og sögu þessara fé- laga og þeirra strauma, er komu hreyf- ingunni af stað, og urðu þar áhrifadrýgst- ar ritgerðir Jóns Sigurðssonar um verzl- unarmál íslendinga í Nýjum félagsritum. Hann lýsir frumherjum og forgöngu- mönnum samtakanna, og er þar að minn- ast margra frábærra manna, s. s. Einars í Nesi, sr. Þorsteins Pálssonar á Hálsi, Jóns á Gautlöndum o. fl. o. fl. Síðan er félögunum sjálfum og starfi þeirra lýst, verzlunarfélagi Hálshrepps og Ljósavatns- hrepps, er var stofnað 4. nóv. 1844, verzl- unarfélögum við Eyjafjörð og Húnaflóa, verzlunarfélagi í Reykjavíkurkaupstað og Gránufélaginu, og að síðustu birt lög og samþykktir hinna ýmsu félaga. Þetta er óvenjulega skemmtileg og greinagóð bók, og þar er samankominn undramikill fróðleikur um félagshreyí- ingar, sem varla nokkur maöur vissi um að veriö höfðu til. Heimildir þessarar bókar hafa svo að segja eingöngu verið sendibréf og fundargerðir á víð og dreif í söfnum eða einstakra manna vörzlu, og er það undravert hve mikils höf. hefur náð að afla. En þessi bók er meira en gott fræöslurit um merkilegan þátt í menn- ingar- og framfarabaráttu endurreisnar- tímabils íslendinga. Hún gefur líka sýn í aldarfar þessa tíma og bregöur víða upp skýrum myndum af þróun hins almenna, vaknandi félagslífs í landinu á þessum tíma. Bréfkaflarnir, sem bókin birtir, eru margir hverjir dásamlegar myndir af þessurn forvígismönnum endurreisnarinn- ar, sem búnir voru eldheitum hugsjónum og tállausum manndómi. Bókin er rituð af heilum hug og á seyðríku máli, mjög skemmtileg og fróðleg aflestrar. Mannþekking. Eftir dr. Símon Jóh. Ágústsson. Bókaútg. Huginn , 1945. Þetta rit er á fimmta hundraö blaðsíður í Skírnisbroti og því allmikið verk. Por- máli höfundar gerir vel grein fyrir ritinu. Þar segir svo: ,,í bók þessa hef ég valið nokkur erindi, sem ég hef flutt á undanförnum árum á kennaranámskeiðum í Háskóla íslands. Þau fjalla öll um gagn það, sem sálar- fræðin veitir okkur í umgengni við aðra menn og í viðleitni okkar til betri sjálf- stjórnar." Varla er hægt að skrifa þarfari bók en handbók eða leiðarvísi í þeim efnum, sem hér eru nefnd, umgengni og sjálfstjórn. Hins vegar er það erfitt hlutverk. Sálar- fræðin stendur enn frammi fyrir mörgum óleystum ráðgátum og það má höfundur eiga, að hann reynir ekki að brynja fræðigrein sína neinum sjálfbyrgisskrúða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.