Dvöl - 01.07.1945, Síða 117
Er rökkrin koma hulinshljóð,
það hefur til mín læðzt. ,
A. K.
íslenzk samvinnufélög 100 ára.
Eftir Arnór Sigurjónsson. Útgef.
Snælandsútgáfan 1944.
Á síðastliðnu ári var haldiö hátíðlegt
hundrað ára afmæli samvinnustefnunnar
í heiminum, en það afmæli er kennt viö
stofnun félags Rochdalevefaranna í Eng-
landi. En raunar er það ekki svo auðvelt
að ákveða hvenær samvinnustefna í
heiminum er hundrað ára, því að hún
er fyrst og fremst ákveðið viðhorf og
bróðurhugur, er rnenn rækta í huga sín-
um og kemur fram í daglegum skiptum
manna, fremur en fast félagslegt form.
Þess vegna má ganga að því vísu, að þessi
stefna hefur komið fram í félagsskap
manna fyrr en henni var markaður þessi
fæðingardagur. íslendingar telja Sam-
vinnustefnu sína liðlega sextíu ára, en
þó er ekki þess að dyljast, að upphaf
hennar hér mun a. m. k. aldar gamalt.
Bók þessi minnist og rekur sögu verzl-
unarfélaga, er stofnuð voru fyrir hundrað
árum hér á landi, og urðu sá sproti, er
íslenzku samvinnufélögin spruttu af.
Höf. rekur upphaf og sögu þessara fé-
laga og þeirra strauma, er komu hreyf-
ingunni af stað, og urðu þar áhrifadrýgst-
ar ritgerðir Jóns Sigurðssonar um verzl-
unarmál íslendinga í Nýjum félagsritum.
Hann lýsir frumherjum og forgöngu-
mönnum samtakanna, og er þar að minn-
ast margra frábærra manna, s. s. Einars
í Nesi, sr. Þorsteins Pálssonar á Hálsi,
Jóns á Gautlöndum o. fl. o. fl. Síðan er
félögunum sjálfum og starfi þeirra lýst,
verzlunarfélagi Hálshrepps og Ljósavatns-
hrepps, er var stofnað 4. nóv. 1844, verzl-
unarfélögum við Eyjafjörð og Húnaflóa,
verzlunarfélagi í Reykjavíkurkaupstað og
Gránufélaginu, og að síðustu birt lög og
samþykktir hinna ýmsu félaga.
Þetta er óvenjulega skemmtileg og
greinagóð bók, og þar er samankominn
undramikill fróðleikur um félagshreyí-
ingar, sem varla nokkur maöur vissi um
að veriö höfðu til. Heimildir þessarar
bókar hafa svo að segja eingöngu verið
sendibréf og fundargerðir á víð og dreif
í söfnum eða einstakra manna vörzlu, og
er það undravert hve mikils höf. hefur
náð að afla. En þessi bók er meira en gott
fræöslurit um merkilegan þátt í menn-
ingar- og framfarabaráttu endurreisnar-
tímabils íslendinga. Hún gefur líka sýn í
aldarfar þessa tíma og bregöur víða upp
skýrum myndum af þróun hins almenna,
vaknandi félagslífs í landinu á þessum
tíma. Bréfkaflarnir, sem bókin birtir, eru
margir hverjir dásamlegar myndir af
þessurn forvígismönnum endurreisnarinn-
ar, sem búnir voru eldheitum hugsjónum
og tállausum manndómi. Bókin er rituð
af heilum hug og á seyðríku máli, mjög
skemmtileg og fróðleg aflestrar.
Mannþekking. Eftir dr. Símon
Jóh. Ágústsson. Bókaútg. Huginn
, 1945.
Þetta rit er á fimmta hundraö blaðsíður
í Skírnisbroti og því allmikið verk. Por-
máli höfundar gerir vel grein fyrir ritinu.
Þar segir svo:
,,í bók þessa hef ég valið nokkur erindi,
sem ég hef flutt á undanförnum árum á
kennaranámskeiðum í Háskóla íslands.
Þau fjalla öll um gagn það, sem sálar-
fræðin veitir okkur í umgengni við aðra
menn og í viðleitni okkar til betri sjálf-
stjórnar."
Varla er hægt að skrifa þarfari bók en
handbók eða leiðarvísi í þeim efnum, sem
hér eru nefnd, umgengni og sjálfstjórn.
Hins vegar er það erfitt hlutverk. Sálar-
fræðin stendur enn frammi fyrir mörgum
óleystum ráðgátum og það má höfundur
eiga, að hann reynir ekki að brynja
fræðigrein sína neinum sjálfbyrgisskrúða