Dvöl - 01.07.1945, Qupperneq 118
260
og viðurkennir takmörk þeirra fræða,
sem hann flytur. Sannleikurinn er sá, að
enn þann dag í dag vantar sannanir
fyrir mörgum skýringum, sem gefnar eru
á ýmsum hversdagslegum fyrirbærum
mannlegs lífs, svo sem t. d. draumum, þó
að ekki sé lengra farið út á svið hins
dulræna. En það er þáttur í almennri
menntun að vita nokkur skil á skýringum
frægustu vísindamanna á slkum hlutum.
En þrátt fyrir takmarkanir sínar getur
sálarfræðin á margan hátt orðið okkur
til hjálpar í listinni miklu, sem við þreyt-
um öll, að lifa. Því er hóflega skrifuð
lesbók, eins og Mannþekking. ærinn feng-
ur. Ég tel bókina mjög hóflega, þannig, að
gengið er fram hjá sérkenningum ýmsra
ofstækismanna og aðeins gerð grein fyrir
merkustu og frægustu skoðunum af því
tagi. Yfirleitt er það regla, sem höfundur
fylgir, um hin mörgu ágreiningsatriði sál-
arfræðinnar, að segja hlutlaust frá mis-
munandi kenningum. Vera kann þó, að
sumt það, sem gengið er þegjandi fram
hjá sé ekki verri vísindi en annað, sem
upp er tekið, en svo getur lengi farið.
Það er töluvert afrek að skrifa svona
bók á íslenzku máli. Höfundur segir í
formála: „Ég hef forðast eftir föngum
óþjál fræðiorð og reynt að stilla í hóf
nýyrðum." Þetta er sannmæli. En ekki
verður hjá því komizt í bók, sem þessari
að nota ýms þau orð, sem ekki eru orðin
lifandi og gróin í málinu. Lesandinn verð-
ur því í fyrstu að læra merkingu þeirra
eins og annarra nýrra og framandi orða,
þó að uppruni og skyldleiki hjálpi oft til.
Svo er t. d. um orð eins og duld, geðrof,
geðbifun o. fl. Þessi orð verða e. t. v. góð
og lifandi íslenzka eftir nokkur ár eins
og sefjun, áróður og mörg fleiri. En þetta
gerir höfundum erfiðara fyrir og lesand-
anum líka fyrst í stað. En þeir höfundar,
sem temja mál okkar þessum nýju við-
horfum og hlutverkum vinna gott verk og
verðskulda miklar þakkir.
DVÖL
Ekki get ég neitað mér um að minnast
á einn ókost, sem er nokkuð almennur í
bókagerð á íslandi, og lítils háttar ber á
í þessu riti. Það er að koma með tilvitn-
anir á framandi málum, án þess að þýða
þær. Þó að lítið sé um slíkt í Mannþekk-
ingu eru þó til dæmi um tilvitnanir á
dönsku, þýzku og frönsku og þær allar á
þá leið, að lesandinn hefur þeirra engin
not, nema hann skilji málið. Þetta er
ósiður. Dr. Símon er það mikill fræði-
maður, að hann þarf ekki að þylja þýzku
og frönsku til þess að sýna lesendum lær-
dóm sinn. Eigi þetta að vera ráð til að
sefja menn þannig, er ég hræddur um,
að það mistakist og hvetji menn heldur
til gagnsefjunar, því að sumum finnst
þetta móðgun við sig. Þegar menn leggja
mikla vinnu í að skrifa íslenzkar bækur
um erfið efni, er það galli, að þeim líði
það úr minni, þó að sjaldan sé, að' þeir
eru að skrifa fyrir alþýðu ættlands síns.
Það er ekki hægt að heimta það, að
bók eins og Mannþekking leggi neinn
bjargfastan allsherjargrundvöll að neins
konar trúarbrögðum. En þetta er bók,
sem varpar ljósi á margt, sem við þurf-
um að gera okkur grein fyrir. Hugsandi
mönnum er hún hollur lestur.
Halldór Kristjánsson.
Sjósókn. Endurminningar Erlends
Björnssonar, Breiðabólsstöðum.
Skráðar af Jóni Thorarensen.
Útg. ísafoldarprentsmiðja 1945.
Þetta er myndarleg bók og girnileg til
fróðleiks. Erlendur er einn þeirra alþýðu-
manna, sem lagt hafa grunninn að tím-
anlegri velmegun nútíðarmanna.. Þessi
bók er ekki saga þeirrar þróunar, sem
orðið hefur frá því, að Erlendur var ung-
ur, heldur lýsing á sjósókn á yngri ár-
um hans.
Fyrst er inngangur um æskuár Erlends.
Síöan er kafli um búendur og býli i Bessa-
staðahreppi á áttunda tug nítjándu ald-
ar. Er þar meðal annars glögg og