Dvöl - 01.07.1945, Page 123

Dvöl - 01.07.1945, Page 123
dvoL I 265 íslendingum einkar hugþekk og bætandi, þaö er öllum fengur að kynnast miklum og stórbrotnum mönnum. Þessi bók er skrifuð um það leyti, sem styrjöldin var að brjótast út í Evrópu. Fyrri hluti bókarinnar gerist í Rússlandi, en hinn síðari fjallar um styrjöldina á Spáni. Höf. er mjög hrifinn af Rússlandi byltingarinnar, en þó hvergi blindur fyr- ir þeim annmörkum, er hann fellir sig ekki við í stjórnarfari Rússa. í síðari hluta bókarinnar deilir hann allhart á lýðræðisríkin fyrir afskiptaleysi þeirra af Spánarstyrjöldinni. Ýmsir gallar virðast vera á þessari bók sem skáldverki, en þó tekur bókin mann fanginn við lesturinn sakir tilfinningahita og andríkis. Lýsingar allar eru hispurs- lausar og mannlegar og um allt fjallað af næmleik oð mannást. — Þýðingin er gerð af Jóni Helgasyni blaðamanni og viröist snurðulítið af hendi leyst. Kaj Munk: Meö orösins brandi. Útg.: Bókagerðin Lilja 1945. Það er óþarfi að kynna Kaj Munk fyrir íslendingum og verður ekki gert hér. Hins vegar má þetta litla kver með ræöum hans, spm bókagerðin Lilja sendir nú frá sér í þýðingu Sigurbjarnar Einarssonar dósents ekki gleymast. Okkur sæmir ekki að láta það hverfa milli stærri og dýr- ari bóka. Með orðsins brandi er heillandi bók. Hún er skemmtileg, því að höfundurinn er bæði fyndinn og andríkur og sætir oft færi að hrífa til sín og halda fastri athygli manna, með því að' koma þeim á óvart. Það er íþrótt hans í flutningi orðsins. Dýpra gildi bókarinnar finnst mér vera tvennt. Þetta er hetjulýsing, því að það er hetjuskapur að fylgja rödd samvizku sinnar, þó að þ&ö sé lffshætta. Og kenningin er í samræmi við það. Það kemur hvarvetna fram þjónusta við lífiö og hollusta við kjarna þess. Ég tel að þar sé lífsstefna, sem er allt í senn, fögur, holl og karlmannleg, boðuð af mikilli list, með hita og þunga alvörumannsins, sem finnur að líf og hamingja liggur við. Það kann að vera skoðanamunur um ýms minni háttar atriði þessarar bókar, og ekki síðar kunna þau sum að falla misjafnlega við smekk manna. Það er þó aukaatriði og raunar smámunir. Hitt er aðalatriði málsins, að íslendingum er eflaust hollt að komast í persónulega snertingu við þetta stórmenni andans, sem lagði líf sitt í sölurnar fyrir hug- sjón sína og mannkærleika. Boðskapur hans og trú, baráttuþrek hans og þjónustugleði á erindi til okkar allra. Því verður þessari litlu bók tekið með gleði. H. K. Garöur — tímarit. Enn hefur eitt íslenzkt tímarit bætzt í hópinn. Er það Garður, gefið út af Stúd- endafélagi Háskóians og Stúdentafélagi Reykjavíkur. Fyrsta hefti ritsins er ný- lega komið út. Flytur það margt læsilegs efnis og má nefna þetta: Grein um is- lenzka stúdenta í Kaupmannahöfn eftir Guðmund Armlaugsson, grein um Heiðar- býlið og Sjálfstætt fólk eftir Agnar Þórð- arson, grein um stúdentagarðana eftir Magnús Jónsson. grein um Háskólabóka- safnið eftir Björn Sigfússon og Heimleið úr skóla fyrir fimmtíu árum eftir Ingólf Gíslason. Kvæði eru þarna eftir Andrés Björnsson og Óskar Magnússon. Þetta er skemmtilegt og myndarlegt hefti og er mikils af þessum vísi að vænta, og gott til þess að vita að stúdentar — eldri og yngri — gefi út tímarit. Ragnar Jó- hannesson er ritstjóri tímaritsins. Dvöl býður Garð velkominn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.