Dvöl - 01.07.1945, Page 126
2Ö8
£» VÖL
mamma þeyttust bæði út um dyrnar, —
og það var nú í fyrsta sinn, sem ég sá
þau fara út saman."
★
Nýríkur maður grobbaói af því, að
hann hefði byrjað braut sína án annars
en fatagarmanna, sem hann stóð í. Varð
þá einum áheyrenda hans að orði: ,,Ekki
var að furða þótt þú kæmist áfram. Við
vesalingarnir uröum að byrja berir.“
★
Nýr prestur var kominn í sóknina. Allir
voru harðánægðir með hann, nema með-
hjálparinn. Spm-ði þá einn sóknarnefnd-
armanna, hvað hann hefði eiginlega út
á prestinn að setja. „Ef satt skal segja,
þá eru gömlu fötin hans ekki mátuleg á
mig, en fötum gamla prestsins þurfti ég
aldrei að breyta.“
★
Eitt sinn fór Kristján konungur X. ríð-
andi um götu eina í Kaupmannahöfn.
Hann kom þá auga á ofurlítinn strák-
patta, sem stóð þar á húströppum og var
að reyna að teygja sig upp í dyrabjöll-
una til þess að hringja, en náði tæplega
upp í bjölluna. Konungurinn, sem er allra
mann hjálpsamastur. stökk af baki, hljóp
til drengsins og sagði: „Ég skal hjálpa þér
góði, ég er svo stór.“ Síðan hringdi hann
bjöllunni. En í sama bili greip strákpatt-
inn í ermi hans, reyndi að toga hann burt
með sér og sagði: „En nú verðum við að
hlaupa burt eins hart og við getum.“
★
Eitt sinn var Kristján X. staddur í
smábæ einum í Danmörku og var tekið
þar á móti honum með myndarlegu hófi.
Konungur var á tali við bæjarstjórann og
dró upp veski sitt og bauð honum vindil.
Bæjarstjórinn varð svo hreykinn og
glaður af þessu, að hann stamaði alveg
utan við sig:
„Yðar hátign — þetta er sá fallegasti
vindill — sem ég hef nokkurn tíman séð
á ævi minni. — Ég skal sannarlega reykja
hann meðan ég lifi.“
★
Kristján konungur var einú sinni við-
staddur vígslu nýs hafnargarðs í Odense.
Þar var mikið um dýrðir og meðal ann-
ars var gefið frí í öllum skólum. Hafði
börnunum verið raðað í langraðir við'
höfnina, og hafði hvert barn danskan
fána í hendi. Þegar konungur sá þennan
mikla barnafjölda varð honum að orði:
„Hvaðan koma öll þessi börn?“
Borgarstjórinn, sem var í fylgd með
konungi, svaraði:
„Þennan dag hafa bæjarbúar verið að
búa sig undir í mörg ár, yðar hátign.“
★
Kristján X. og Peter Freuchen, hinn
kunni heimskautafari hittust eitt sinn í
samkvæmi og tóku tal saman.
„Ég held, að, ég sé áreiðanlega hæsti
maður í Danmörku,“ sagði konungur létt-
ur í máli.
„Ég bið yðar hátign afsökunar, en ég
álít að ég sé hærri,“ sagði Peter Freuchen.
„Það getur ekki verið’, en við getum
auðvitað borið okkur saman,“ svaraði
konungur.
Nú var þeim stillt upp við vegg og
merkt við hæð þeirra og síðan mælt með
málbandi, og kom þá í ljós, að Peter
Freuchen var fullum sentimetra hærri
en konungur.
„Það er ekkert að marka,“ sagði kon-
ungur. „Hárið á yður er svo úfið. Ef
þér létuð rakara snyrta yður almennilega
eins og ég, mundum við vera jafnháir.