Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 37

Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 37
DVÖL 35 Var Guðmundur ráðinn sem leið- sögumaður okkar, ásamt dr. Finni, en það var hið mesta happ, því að Guðmundur er einkar skemmtileg- ur maður og snjall jarðfræðingur. Þarna við hraunjaðarinn stönzuð- um við lítið eitt og hlýddum' á stutta ræðu, er Guðm. hélt um myndun og gerð hraunsins. Síðan stigum við inn í bílinn og héldum af stað. Hafnarfjörður er einkennilegur bær. Ætíð þykir mér gaman að virða fyrir mér krókóttar göturnar og litlu fornfálegu húsin, sem mér virðist tyllt af stöku handahófi innan um kletta og klungur í hraunjaðrinum. En þarna er ekki byggt á sandi. Undirstaðan er traust og sterk og til eru líka myndarlegar og svip- miklar byggingar, svo sem Gagn- fræðaskólinn, sem gnæfir hátt yfir bæinn. í Hafnarfirði bættist fleira fólk í hópinn, og þar varð að fá lítinn fólksbíl til aöstoðar, annars hefðu þrengslin orðið óbærileg í stóra bílnum. II. Ég er hásveitamaður og fjalla- fari, enda er ég borinn og barn- fæddur skammt frá útjaðri Ódáða- hrauns. Eigi að síður varð ég fyrir nýjum óþekktum áhrifum meðan bílarnir brunuðu yfir hina víð- áttumiklu hraunfláka Reykjanes- skagans. Þarna hefur náttúran of- ið hraunkörlunum marglit flos- klæði, sem glitra fagurlega í vor- blíðunni. Hraunin eru furðu hlýleg og ólík hinum nöktu og hrikalegu klettatröllum Ódáðahrauns. En ó- neitanlega er hér allt svipminna og smágerðara. Lengi héldum við suður yfir flatneskjuna, þar til landið tók að smá hækka og breyta um svip. Hraunið hvarf en við tóku hæðír og fjallaskörð. f einu slíku skarði mættum við hóp af ríðandi fólki. Það var fögur sjón. Hestarnir reistu sig glæsilega, föxin léku í vorgolunni og það freyddi um mélin. Ung stúlka, djarfleg og fag- ureyg, veifaði til okkar, en síðan hvarf allt í þykkum mekki. — Áður en varði höfðum við náð hálendisbrúninni, og nú fór að halla undan fæti. Komum við brátt í dalverpi mikið og við okk- ur blasti hið dularfulla Kleifar- vatn. Þarna staðnæmdust bílarnir og ferðafólkið þyrptist út til að at- huga vatnið. Ólafur Friðriksson, hinn síungi síðskeggur, tók nú for- ustuna og skýrði fyrir okkur, með mikilli andagift, allar hræringar og hæðarbreytingar vatnsins, — en þær hafa löngum verið honum rannsóknarefni. Að lokum sýndi hann okkur, þann hinn mikla svelg er hann telur gleypa vatnið, og valda þann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.