Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 43
DVÖL
Nú vildu meyjarnar vita einhver
deili á okkur félögum. Þóttist ég
þá vera fóstursonur Jónasar al-
þingismanns frá Hriflu, en það
fannst þeim trúlegt og hældu
fóstra mínum á hvert reipi.
Svona gátum við setið og spjall-
að saman, meðan sólin glitraði yfir
hafinu, og tíminn þaut út í veður
og vind.
VIII.
„Adam var ekki lengi í Paradís“
Áður en varði gullu raddir for-
ingjanna. Nú skyldi haldið heim
á leið. Flokkurinn var nú æði
dreifður, en allir heimtust þó að
lokum og eftir það héldum við
hópinn.
Svo mun hafa verið til ætlazt að
„lærðu mennirnir" fræddu þá fá-
vísu um ýmis fyrirbrigði náttúr-
unnar. Voru því áhugasamir al-
þýðumenn sífellt að spyrja og
spyrja, en hinir „vísu“ leystu úr
með stakri prýði.
Eitt sinn sá ég virðulegan borg-
ara lúta niður og slíta upp ofur-
litla nýútsprungna holtasóley.
Virti hann blómið fyrir sér með
innilegri hrifningu og ljúfmann-
legri aðdáun. Síðan kallaði hann
á sérfræðing og spurði hann um
heiti sóleyj arinnar, en aðspurður
svaaraði með vísindalegri alvöru
og festu.
Að því búnu snéri borgarinn á
brott til að leita nýrra plantna.
Þannig fengu allir greið svör við
41
ráðgátum lífsins, og er það vissu-
lega dýrmætara en flest annað í
þessum heimi.
IX.
Skammt frá Krísuvíkurbæ er
ofurlítill lækjarfarvegur. Á bökk-
um hans vex mjúkur og fagur
gróður, þar á meðal stórar breið-
ur af krossmöðru. Þarna settumst
við niður, öll saman, og hvíldum
okkur um stund. Veðrið var yndis-
lega -hlýtt, en degi var tekið að
halla.
Öll vorum við glöð og hress yfir
ferðalaginu, og þar sem gleði og
eindrægni sitja að völdum, leitar
fögnuðurinn sér útrásar í söng og
ljóðum.
Það var víst Ólafur Friðriksson,
sem fyrstur byrjaði að „taka lag-
ið“ en aðrir komu á eftir. Og
þarna sungum við hvert lagið á
fætur öðru, jafnt ástarljóð sem
ættjarðarsöngva, svo undir tók í
hæðum og hálsum.
Að lokum urðum við þó að hætta
og hraða okkur af stað, þangað
sem vegurinn lá, áleiðis til „menn-
ingarinnar'. Þá höfðum við um
stund notið hinnar villtu og
frjálsu náttúru, þar sem blómin
anga og allar sorgir sofa.