Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 74
72
DVOL
Raddir úr hópnum. Tíu sögur
eftir Stefán Jónsson. Útgefandi
ísafoldarprentsmiðja.
Stefán Jónsson er orðinn kunnur rit-
höfundur. Hann hefur skarað fram úr
öðrum í því að yrkja skemmtiljóð fyrir
börn. Ég er einn þeirra manna, sem á
honum þakkarskuld að gjalda, vegna
barna minna, fyrir ljóðin.
Hann hefur einnig vakið á sér eftir-
tekt með því að vinna a. m. k. tvisvar
verðlaun í smásagnasamkeppni.
Á árunum 1939 til 1945 komu út eftir
hann sex bækur fyrir börn og unglinga
og voru sumar (ljóðin) endurprentaðar
tvisvar á þessu tímabili.
Árið 1936 kom út eftir hann smásagna-
bók: Konan á klettinum. Árið 1941 önn-
ur smásagnabók: Á jörnum vegi.
Þessar tíu sögur, Raddir úr hópnum, er
svo þriðja smásagnabókin og er hún 200
bls. að stærð.
Þetta er bók, sem hver maður er vel
sæmdur af að eyða tíma til þess að lesa.
Raddirnar eru skýrar og skera sig vel úr
allsherjarhávaða hópsins.
Sá, sem hefur eyru, hlýtur að heyra,
ef hann hlustar.
Stefán Jónsson er skáld. En þar að
auki er hann greindur maður, sem gerir
sér ætíð, •—• það er auðheyrt, -— grein
fyrir því, hvað hann er að fara, hefur
gott vald yfir för sinni, og takmarkar
frásögn sína við erindi.
Þetta er miklu meira, heldur en hægt
er að segja um alla þá, sem um þessar
mundir rita sögur. Sumir yrkja, þótt
þeir séu ekki skáld. Og sum skáldin eru
ekki greind.
Stefán er í sögum þessum skemmtilega
háðskur, þegar því er að skipta. Gerir
hvorki gælur né er með mjúkmælgi. En
gæti valið sér virðulegri söguefni stund-
um. (T. d. Uppreisnin við ána), án þess
að hann þyrfti til þess að hafa skoðana-
skipti eða fá sér nýjan penna.
Ég vildi sjú hann færast enn meira í
fang, heldur en hann hefur hingað til
gert. Hann tekur svo léttilega á þung-
um hlutum.
Lesandi hinna tíu sagna, Raddir úr
hópnum, er látinn koma víða við og
heyra margvíslegar raddir. Við bókarlok
þykir honum leitt að láta staðar numið
og hætta að hlusta. Það er af því, að
honum hefur þótt ferðin á vegum höf-
undarins um bókina góð. Og svo hefur
hún vaklð hjá honum væntingu eftir
mikilli útsýn og verulega glæsilegri rödd
og fallegri, sem hann gerir ráð fyrir, að
Stefán Jónsson hljóti að hafa ráð á.
Vonandi er, að næsta bók S. J. svali
þeirri eftirvæntingu.
K. K.
Brimar við Bölklett. — Skáld-
saga eftir Vilhjálm S. Vil-
hjálmsson. Víkingsútgáfan, —
Reykjavík 1945.
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson blaðamað-
ur hefir nú sent frá sér fyrstu skáldsögu
sína, athyglisverða sögu úr lífi íslenzkrar
alþýðu. Áður hefir Vilhjálmur verið al-
þjóð kunnur fyrir starf sitt sem blaða-
maður og útvarpsfyrirlesari og hlotið vin-
sældir fyrir, enda er honum mjög létt um
að færa hugsanir sínar í stílinn. Nú
kynnir hann sig þjóð sinni sem skáld-
söguhöfundur, en það er næsta stórt
spor fyrir hvern og einn. Með skáldsög-
unni Brimar við Bölklett fjallar hann
um efni, sem hann er gagnkunnugur, má