Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 81

Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 81
D VÖL 7ð Hún lýsir lífinu í margbreytileik, ólíkum skapsmunum, sundurleitum manngerð- um og misjöfnum kjörum, og hún er hvergi ólíkindaleg og víða er frásögnin gœdd djúpri alvöru og skilningi. Frá- sögnin er hvergi dauf eða hálf, heldur ætíð hröð og myndrík og hlýtur að verða lesendum áhrifarík og minnir ef til vill í því efni nokkuö á skáldsöguna „Á hveranda hveli“, enda sjónarmið þeirra kannske ekki með öllu óskyld. Magnús Magnússon hefur þýtt bókina og er hún á góðri og lýtasnauðri íslenzku, hvað sem um núkvæmaleik þýðingar- innar má segja, enda er hann kannske ekki aðalatriðið þegar um bók sem þessa er að ræða. Suðrœnar syncLir: Smásögur eftir W. Somerset Maugham. •— Útg. Hrafnsútgáfan 1945. Þetta eru smásögur eftir Maugham. Hann er nú meðal allra vinsælustu höf- unda Breta, og er að mörgu leyti merki- legur rithöfundur. Það er eins og hann geti skrifað jöfnum höndum léttar skemmtisögur og djúpúðugar skáldsögur, þrungnar lífsspeki og skilningi. En vafa- laust eru sumar smásögur hans það bezta, sem hann hefur ritað. Smásögur þær, sem hér birtast, gerast á Kyrrahafseyjunum og eru margar bráð- snjallar og skemmtilegar, en þar bland- ast eins og oft hjá Maugham þessir tveir þættir, að flytja lífsboðskap og vera aðeins skemmtilegur, en segja má, að hvort tveggja takist honum. Ef til vill byggjast vinsældir hans líka mest á því, að hann á þetta hvort tveggja til, því að mann- fólkið í marglyndi sínu leitar alltaf al- vöru og gleði, anna og hvíldar á víxl. Halldór Ólafsson hefur þýtt þessa bók og tekizt sæmilega. Þó er málfar hennar ekki laust við þybbni. ★ Margt bókafregna verður að bíða næsta heftis vegna rúmleysis, en það mun koma út áður en langt líður. Bækur þær, sem borizt hafa ritinu og verður getið i næsta hefti eru m. a. þessar: , Þjóðhœttir og œvisögur, eftir Finn Jóns- son, Kjörseyri. Saga Þingeyinga I, eftir Björn Sigfús- son. Ný Ijóð, eftir Guðfinnu frá Hömrum. Fagurt mannlíf, eftir Þórberg Þórðar- son. Teningar í tafli, eftir Ólaf Jóh. Sig- urðsson. Blessuð sértu sveitin mín, eftir Sig- urð Jónsson. Frá yztu nesjum, eftir Gils Guðmunds- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.