Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 71

Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 71
D VÖL 69 árið söng hann alls ellefu messur, en messudagar eru um sextíu ár hvert. Biskup gerði athugasemd við þetta, og sagði að ekki hefðu messurnar mátt vera færri en tólf. Prestur svaraði: Þér eruð undarlegur maður, biskup, að vera að fárast út af einni einustu messu. Eitt sinn spurði prestur fermingarbarn, hvaða efni væri í stjörnunum. Barnið vissi það ekki, eg sagði þá klerkur: Það er eitthvert voðalega gljúpt efni, ámóta og í fjóshaugnum í Vorsabæ. ★ Eyjólfur gamli, bóndi á Grímslæk í Ölfusi, var maður vel efnaður og dugandi bóndi, en heimskur og fljótfær og kom þá oft hlálega fyrir. Einu sinni sagði maður við Eyjólf, að hann væri gildur bóndi. Það samþykkti Eyjólfur, því „ég er stuttur og digur“ Eyjólfur var lengi formaður í Þorlákshöfn, og var hann aflasæll sem afkomendur hans. Kost gat hann veitt sér betri en aðrir, og hafði hann stundum skyrfötu í skrínu sinni, og var honum mjög sárt um skyrið. Eitt sinn, er Eyjólfur kemur inn í búð sína, sá hann, að strákur var að eta úr skyr- fötunni. Skipti þá Eyjólfur skapi, og sagði um leið og hann sló til stráksins: Þú gerir þig aldeilis heimakominn, lasm. Við höggið valt strákurinn um koll, og sást þá að hann var ekki annað en út- troðin föt. ★ Púsi Pinns, var maður kallaður, hann var lengi smali í Hreppum, og var sú iðja hans það eina, sem hann gat gjört sæmilega. Á vetrarvertíðum gekk hann með skipum í verstöðvum austan fjalls, en sá var kallaður ganga með skipum, sem ekki var í neinu skipsrúmi og varð að fara bónarveginn að formönnum til að fá að fljóta með. Fúsi þessi var mikið lítilmenni, meinlaus og hjáræna, en með afbrigðum nískur, og sá hann eftir hverjum matarbita, sem hann setti ofan í sig. Eitt brauð hafði hann jafnan með sér í verið, og átti það að endast til loka. En fæði að öðru leyti vann hann sér inn með ýmsu móti og var eitt af því að leika, hvernig hann væði Kálfá í frosti. Fyrir það tók hann oftast eina brauð- sneið með kæfu ofan á. Ekki var Fúsi þó fátækur, og átti hann inni í verzlun- um á Eyrarbakka. Þegar Fúsi var í Þorlákshöfn, var þar bræðslumaður er Olsen hét. var hann norskur að þjóðerni. Olsen þessi hélt verndarhendi yfir Fúsa, en brallaði þó margt við hann, sem meinlaust var. Eitt sinn var fótabúnaður Fúsa mjög lélegur, og var annar skórinn, sem hann gekk á botnlaus. Olsen tók botnlausa skóinn og brenndi honum, en gaf Fúsa leðurstígvél í staðinn. Gekk Fúsi þá með stígvélið á öðrum fætinum, en kúskinnsskóinn á hinum. Þó Fúsi væri meinleysingi sem einskis mátti sín, var hann ekki frábrugðinn þeim hugsunarhætti, sem þá ríkti meðal nurlara. sem eitthvað áttu. Hann gat ekki vitað, að nokkur hefði verulegan gróða af skiptum við sig og er hér eitt slíkt dæmi. Fúsi var skeggprúður og voru margir sem dáðust að skeggi hans. Eitt sinn bauð Olsen Fúsa að kaupa af honum skeggið fyrir tvær krónur. Fúsi var tilleiðanlegur í fyrstu, en svo lugu einhverjir því í Fúsa, að Olsen gæti selt skeggið aftur fyrir hundrað krónur. Þessu trúði Fúsi, og fór nú að vandast málið. Hann taldi sig vitanlega geta selt Olsen skeggið, og látið sér vaxa grön að nýju, en að vita Olsen græða svo mjög á kaup- unum gat hann ekki, jafnvel þó Olsen byði hærra verð, sat Fúsi við sinn keip, og seldi skeggið ekki. Var þessi breytni Fúsa gott sýnishorn af algengum hætti þeirrar tíðar. Miður innrætt lubbamenni sáu oft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.