Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 5
DVÖL
Útvarpið fór í gang. Vínarvalsar. Tónarnir svifu í hlýju, sólmettuðu
loftinu eins og léttir, ljósir fánar. Veitingaþjónninn bar fram einn
martini. Hann var svalkaldur og glitraði í sólskininu.
— Notalegt að sitja svona hérna,
er það ekki, sagði Patt.
— Dásamlegt.
— En það má ekki vera oft,
mælti hún.
Við héldum þar kyrru fyrir fram
að matmálstíma og fengum okkur
að borða. Patt langaði það svo
mjög. Það var langt síðan hún
hafði stigið fæti sínum út fyrir
hælið. Þess vegna fannst henni
hún vera helmingi hraustari, þeg-
ar hún fékk að borða í þorpinu.
Antoníó sat hjá okkur.
Við ókum til baka, og Patt fór
upp í stofuna sína til þess að hvila sig i tvo tíma. Köster og ég tókum
vagninn út úr skýlinu og skoðuðum hann.
Patt kom niður til okkar. Hún var afþreytt og hress að sjá. Rakkinn
hljóp gjammandi í kringum hana.
— Billí hrópaði ég. Hann þagnaði, en sýndi engin sérstök vinahót.
Hann þekkti mig ekki aftur og virtist kindarlegur, þegar Patt vakti
athygli hans á mér. Þetta er gangurinn, sagði ég. Guði sé lof, að menn-
irnir eru litlu minnisbetri. Hvar var hann í gær?
Patt hló.
— Hann var allan tímann undir rúminu. Hann er ævinlega afbrýði-
samur, þegar einhver heimsækir mig, og dregur sig í hlé, fullur tor-
tryggni. Hún gekk að vagninum. Ég hefði ákaflega gaman af að setjast
upp í einu sinni enn — og aka svolítinn spöl, bætti hún við.
— Auðvitað, sagði ég. Er það ekki Ottó? y
— Jú, jú. Þið hafið þykka kápu, og hér er nóg af sjölum og ábreiðum.
Patt settist í framsætið við hliðina á Köster, og vagninn rann af
stað. Við ókum gegnum þorpið. Það var komið undir kvöld, og hníg-
andi sólin varpaði bleikum roða á hjarnbreiðuna. Tveir heystakkar, er
stóðu í halla, voru næstum fenntir í kaf. Seinasta skíðafólkið leið niður
í dalinn, líkast litlum kommum á hvítri pappírsörk. Það bar í kvöld-
sólina, sem sat á fjallshrygg eins og risavaxinn glóðarköggull.