Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 11
DVÖL
9
og hægt ofan af henni. Sko, þetta ljósbrúna hörund, undurlitlu hné-
skeljarnar, hinn ljúfa leyndardóm brjóstanna Átt þú að deyja? hugs-
aði ég. Þú getur ekki dáið. Þú ert hamingjan. . .
Ég breiddi ofan á hana með varúð. Hún umlaði eitthvað upp úr svefn-
inum og smeygði arminum hóglátlega undir hnakkann á mér.
Leifur Haraldsson íslenzkaði.
Teikningar eftir A. M. Borgström.
* * *
Spönsk lífsspeki í orðskviðum.
Dýr er sá hlutur, sem þú færð að gjöf.
Fyrir peninga er hægt að kaupa brauð en ekki þakklæti.
Peningar og dýrlingar gera kraftaverk.
Tíminn læknar allt — nema elli og heimsku.
Guð læknar, en læknirinn hirðir peningana.
Lúsin, sem skríður uppi á höfðinu, álítur sig drottnara heimsins.
Hinn vitri mælir heimsku, en hinn óvitri gerir hana.
Sá, sem viðurkennir vanþekkingu sína, er þegar kominn nokkuð
áleiðis.
Allir gefa ráð, en enginn fylgir þeim.
Ástin er eins og súpa, fyrsti spónninn er mjög heitur, en síðan
verða þeir kaldari og kaldari.
Ástin getur mikið, en peningar allt.
Segðu aldrei nei af stórlæti, eða já af veiklyndi.
í>að er betra að vera brenndur af netlu, en stunginn af rós.
Dauðinn opnar hliðin fyrir orðstír mannsins, en lokar þeim fyrir
öfundinni.
* * *
Kinnroði.
Af öllum þeim verum, sem guð hefur skapað er það manneskjan
ein, sem er gædd þeim eiginleika að geta roðnað, og mér virðist
líka að hún sé það eina af öllu því sem guð hefur skapað, sem
hefur ástæðu til þess.
* * *
Áletrun á egypzkum steini frá því um 4000 f. Kr.
Allt fer versnandi í heiminum nú á síðustu tímum. Það er margt,
sem bendir til þess, að mannkynið muni brátt líða undir lok. Börn-
in hlýða ekki foreldrum sínum lengur. Allir menn vilja skrifa bæk-
ur. Það er augljóst, að heimsendir er i nánd.