Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 18
16
ÖVÖl
ur‘ „En við höfum Náttúrufræði
dr. Bjarna Sæmundssonar og
Meindýr í húsum og görðum eftir
einhvern hinna yngri, — ef þú get-
ur notað það?“
„Ég get notað hvað sem er,“ svar-
aði ég. „Komdu með það allt, ég
skila því aftur í kvöld.“
Allan eftirmiðdaginn og kvöldið
þreytti ég æðisgengið kapphlaup
við tímann gegnum frumskóga
skordýravísindanna, og þó að ég
sigraði keppinautinn, þá varð það
til einskis gagns, paddan var hvergi
nefnd og engin, sem henni líktist,
og ég var jafnvel orðinn efaður í,
að hún væri af bjölluættinni. —
Þannig lauk deginum.
Mig dreymdi voðalega um nótt-
ina, mig dreymdi, að paddan væri
lifandi og sæti um mig í leyni. Ég
sá hana ekki, en ég vissi af henni
í nánd, og það var myrkur, og ég
vissi, að hún hafði gætur á mér og
bjóst til að ráðast á mig. Nú var
hún nefnilega laus, helvítið að
tarna, sloppin úr eldspýtnastokkn-
um með fálmarana spennta uþp í
loftið, eins og steingeitarhorn, og
klærnar og eiturbroddinn og bleik-
rauðan, stríhærðan kviðinn iðandi
af hryllilegri drápsgirnd. — Loks-
ins vaknaði ég, og það var enn
nótt, en ég þorði ekki að sofna aft-
ur, heldur lá vakandi til morguns
og reyndi að hugsa um skáldskap.
Alltaf við og við skreið paddan þó
inn í hugsanir mínar og beit í
sundur þráð þeirra. Það var næst-
um vérra en meðan ég svaf. í
draumnum hafði hún þó verið
álengdar, en nú kom hún alveg
til mín, og meira en það. — Amma
mín hafði einhverju sinni sagt mér
frá margfætlu, sem skreið upp í
rúm manns nokkurs og át sig inn
á milli tánna á honum meðan hann
svaf. Nú gat ég ekki hjá því komizt
að hugsa mér pödduna mína gera
það sama. Ég fékk krampa í tærn-
ar af óhugnan og hrollur fór um
mig allan. Og önnur saga enn verri
hófst úr djúpunum. Upp úr húm-
uðum grafreit áranna reis sagan
um manninn, sem eitrið fór ofan
í og varð að gleipa átján marflær
til þess að halda lífinu. Hann kast-
aði þeim upp á eftir, og seytán voru
dauðar, en sú átjánda lifandi, af
því það var ekkert eitur eftir handa
henni í maganum á manninum.
Drottinn minn dýri, heldur vildi
ég deyja af eitri en taka inn pödd-
ur, hugsaði ég. — En haldið þið
kannske, að ég hafi sloppið við að
reyna þrautir þessa manns — Nei,
ég slapp ekki við það. Maðurinn,
sem eitrið fór ofan í, — á þessari
nóttu var ég hann. Ég fann kval-
irnar, sem hann leið í maganum,
fann innýflin herpast saman og
brenna, — en það var ekkert, ég
fann það, sem verra var: pödduna
mína milli varanna, milli tann-
anna, og halda áfram niður í eitr-
ið, fann hvernig hún hámaði það í
sig, og drapst í annað sinn. Síðan
kastaði ég upp í alvöru og svitinn