Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 66

Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 66
64 DVÖL að heimsækja hana. Hann kom þá líka meö ýmsa viní sína með sér. Hann kallaði þá „strákaná.“ Strákarnir voru fullorðnir, rauðir, glað- legir menn, ef til vill fertugir, kannski fimmtugir. Hazel gladdist yfir að vera boðin í þennan félagsskap. — Nú var Herbie næstum aldrei heima á nóttunni. Ef hann kom heim á kvöldin, fór hún ekki til ungfrú Martin. Heilt kvöld með Herbie hafði undantekningarlaust misklíð í för með sér, en þó var hún heima hjá honum. Það var eins og hin fá- ránlega, veika von hennar um að kannske í kvöld mundi allt lagast aftur réði því. Strákarnir höföu alltaf nóg af áfengi með sér, þegar þeir heimsóttu ungfrú Martin. Þegar Hazel drakk með þeim, varð hún fjörug, vin- gjarnleg og djörf. Hún var fljót að kynnast þeim. Þegar hún var búin að drekka nóg til þess að síðasta rifrildi hennar og Herbie var gleymt, lifnaði hún öll við af gullhömrum þeirra. Jæja, svo hún var þá nöldrun- arskjóða Og ekki heldur góður félagi? Það voru samt til menn, sem voru á annarri skoðun. Eiður var einn af strákunum. Hann átti heima í Utica — átti þar „sjálfstætt fyrirtæki“ — að því er sagt var, en hann kom til New York einu sinni í viku. Hann var giftur. Hann sýndi Hazel ljósmynd af syni sínum og dóttur, og hún dáðist að þeim opinskátt og innilega. Ekki leið á löngu, unz hinir strákarnir gengu að því sem gefnu, að Eiður væri hinn útvaldi vinur hennar. Hann greiddi ætíð fyrir hana, þegar þau voru að spila póker og hún tapaði. Hann sat við hlið hennar, og þegar tækifæri gafst, strauk hann hné sínu við hné hennar undir borð- inu meðan á spilinu stóð. Hún var samt oft heppin. Það kom oft fyrir, að hún fór heim með tíu eða tuttuga dollaral eða handfylli kryplaðra dollaraseðla. Hún gladdist af því. Það var farið að veröa knappt um peninga hjá Herbie, eins og hún komst að orði. Það hafði alltaf rifrildi í för með sér að biðja um peninga. „Hvern fjandann ætl- arðu að gera með þá?“ spurði hann. „Ætlarðu að kaupa fyrir þá áfengi “ „Ég er að reyna að halda heimilinu í lagi,“ sagði hún. „Þú hefur heldur aldrei hugsað um það. Nei, maður má sjálfsagt ekki ónáða hans hátign með heimilisáhyggjum.“ En seinna gat hún ekki gert sér það ljóst, hvaða dag það hafði verið, sem Eiður byrjaði að líta á hana sem sína eign. Það varð svona einhvern veginn að vana, að hann kyssti hana á munninn, þegar hann kom eða kvaddi hana, og hann kyssti hana líka við ýmis tækifæri allt kvöldið. Henni fannst þetta eiginlega fremur geðfellt en hitt, eða gerði sér sjálfri ljóst. Hún hugsaði aldrei um kossa hans, þegar hann var ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.