Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 19
OVÖL
17
bogaöi af enni mínu og gagnaug-
um. —
Loksins kom dagurinn til mín
austan yfir fjöllin og gaf sál minni
róandi lyf, svo ég gat sofið um
stund. Ég svaf langa stund, þung-
um draumlausum svefni, og var
vakinn um dagmál með kaffi. —
Kaffið hafði konungleg áhrif á
mig. En hvað ég kímdi með sjálf-
um mér að ástandi mínu í nótt, en
hvað taugar mínar voru aftur í
góðu lagi og skáldskapur og vís-
indi alls ráðandi í huganum:
Klukkan hálf ellefu ætlaði ég að
leggja af stað til Reykjavíkur og
hafa með mér sjaldgæft skordýr,
liklega amerískt, og fá sérfræðinga
í borginni til þess að gefa mér upp
nafn þess og ætterni, og hvar það
ætti heima. Á morgun ætlaði ég
síðan að halda ferð minni áfram
norður í Skagafjörð og heimsækja
skemmtilegasta prest landsins,
Halldór Kolbeins á Mælifelli, og
horfa á Mælifellshnjúk og Tinda-
stól og Drangey og sjá Hólminn, —
hvað hann er yndislega sléttur, —
og Vötnin blá og breið. — Þetta allt
ætlaði ég að gera mér til ánægju,
fyrir utan það smáskrítna, sem
fyrir kemur á slíkum ferðalögum
og enginn veit fyrir fram, hvað
verða muni. — Ég var að hugsa
um þetta meðan ég klæddi mig í
ferðafötin og kom farangri mínum
fyrir í tösku. Auk handtöskunnar
hafði ég einnig skjalatösku, sem
ég notaði undir óskrifaðan pappír,
ef mér skyldi detta eitthvað gott
í hug á ferðalaginu, einnig nýjasta
handritið mitt, sem ég ætlaði að
lesa yfir fyrir séra Kolbeins, svo
hann gæti heyrt hvað gott skáld
ég væri orðinn. Ég var viss um,
að hann mundi hrósa mér, og kann-
ske líkja mér við Petracco eða
Byron eða hver veit hvern, og ég
hlakkaði til, þegar hann færi að
sálgreina mig og skjóta flugeldum
síns eigin andríkis upp á himininn.
Að síðustu lét ég pakkann með
skordýrinu mínu í töskuna, og ég
neitaði mér um að hrista hann áð-
ur en ég stakk honum niður, .—
ég bara stakk honum niður eins og
það væri snýtuklútur eða sápu-
stykki, og ég flýtti mér alls ekkert
að loka töskunni. —
Ég kom til Reykjavíkur upp úr
hádeginu og mitt fyrsta verk var að
reikna út, hvar ég gæti fengið lán-
aðan síma. Ég var staddur niður á
Lækjartorgi, en mundi ekki eftir
neinum kunningja á þeim slóðum,
svo það var ekki um annað að gera
en labba upp á Njálsgötu 72 til
Kristins Andréssonar.
Kristinn kom sjálfur til dyra og
leiddi mig til stofu, en þar var
þá fyrir ljóðskáldið Steinn Stein-
arr.
„Hvað er að frétta að austan?“
spurði Kristinn um leið og hann
gaf mér bendingu um að setjast
niður, en ég sagði honum sem satt
var, að ég hefði ekki tíma til að
sitja, — og hvað spurningu hans