Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 17
15
D VÖL
aðeins síðustu dauðateygjur henn-
ar. „Amoniakeitrið hefur verið að
læsa sig inn í hana hægt og hægt,“
hugsaði ég, „og nú er það komið
inn að hjartanu, og þegar það
snertir í henni hjartað, þá kvikar
hún öll svolitla stund, og deyr síð-
an. Átti ég að horfa á hana deyja
alveg? — Nei, ég hafði einhvern
veginn ekki efni á því. Það var eitt-
hvað í mér, sem dró sig til baka
og baðst undan frekari afskiptum
af þessari ljótu, undarlegu pöddu.
Ég hlýddi aðeins til hálfs. Það er
að segja, ég fleygði ekki pöddunni,
en flýtti mér hins vegar að loka
eldspýtnastokknum, vafði utan um
hann níðsterkan pappír og batt
seglgarni utan um hana. Því næst
skrifaði ég nafn mitt utan á pakk-
ann, og stað og stund, svo allt yrði
sem vísindalegast. — Eftir þessar
aðgerðir átti ekki að vera nauð-
synlegt að hafa hugann bundinn
við pödduna, — ég gat gleymt
henni þangað til á morgun og
unnið að ritstörfum mínum í næði.
Unnið að ritstörfum? — Jú, ég
skrifaði hálfa blaðsíðu á tveim
klukkustundum, en þá gafst ég líka
alveg upp. Ég stökk á fætur, greip
pakkann og hristi hann varlega. Ég
fann greinilega þunga innihalds-
ins, en heyrði ekki neitt.
„Hvernig stendur á þessu?“
hugsaði ég, „hún fyllti þó ekki al-
veg út í skúffuna.“ Ég lyfti pakk-
anum alveg upp að hægra eyranu
og hristi hann aftur, hristi hann
af þunga og ákefð, eins og maður
hristir úr, sem hefur stoppað, en
manni er lífsnauðsyn að haldi
áfram að ganga. Ég var orðinn dá-
lítið æstur, og það sló út um mig
ögn af svita, og loksins — loksins
fann ég að innhald pakkans
hreyfðist. — Ég kastaði pakkanum
í gluggakistuna, strauk hendinni
yfir ennið og leit í kringum mig.
Það var enginn í herberginu, bara
ég og húsgögnin og pakkinn. Gott!
Og ég rak npp hlátur. Það sveif
að mér einhvers konar þreyta, þeg-
ar hláturinn fjaraði út, og ég
fleygði mér niður í stól og kveikti
í sígarettu.
„Hvers vegna var ég að hlæja?
— hvers vegna var ég að hlæja?“
spurði ég sjálfan mig hvað eftir
annað, en ég vissi það ekki. Ég
varð bara að gera það, mér var það
jafnnauðsynlegt og að draga and-
ann, það var allt og sumt. —
„Skyldu þeir annars ekki hafa
einhverja útlenda skordýrafræði á
bókasafninu hérna?“ datt mér allt
í einu í hug. Ég velti spurningunni
ekkert fyrir mér, heldur reis sam-
stundis á fætur og gekk út. — Pét- '
ur bókavörður var á safninu.
„Sæll,“ sagði ég. „Hefurðu
nokkra útlenda skordýrafræði
hérna?“
„Við höfum Dyrenes Liv,“ svar-
aði Pétur. „Það er víst eitthvað um
skordýr í þriðja bindinu.“
„Ekkert fleira?“ spurði ég.
„Ekki á erlendu máli,“ sagði Pét-