Dvöl - 01.01.1946, Qupperneq 17

Dvöl - 01.01.1946, Qupperneq 17
15 D VÖL aðeins síðustu dauðateygjur henn- ar. „Amoniakeitrið hefur verið að læsa sig inn í hana hægt og hægt,“ hugsaði ég, „og nú er það komið inn að hjartanu, og þegar það snertir í henni hjartað, þá kvikar hún öll svolitla stund, og deyr síð- an. Átti ég að horfa á hana deyja alveg? — Nei, ég hafði einhvern veginn ekki efni á því. Það var eitt- hvað í mér, sem dró sig til baka og baðst undan frekari afskiptum af þessari ljótu, undarlegu pöddu. Ég hlýddi aðeins til hálfs. Það er að segja, ég fleygði ekki pöddunni, en flýtti mér hins vegar að loka eldspýtnastokknum, vafði utan um hann níðsterkan pappír og batt seglgarni utan um hana. Því næst skrifaði ég nafn mitt utan á pakk- ann, og stað og stund, svo allt yrði sem vísindalegast. — Eftir þessar aðgerðir átti ekki að vera nauð- synlegt að hafa hugann bundinn við pödduna, — ég gat gleymt henni þangað til á morgun og unnið að ritstörfum mínum í næði. Unnið að ritstörfum? — Jú, ég skrifaði hálfa blaðsíðu á tveim klukkustundum, en þá gafst ég líka alveg upp. Ég stökk á fætur, greip pakkann og hristi hann varlega. Ég fann greinilega þunga innihalds- ins, en heyrði ekki neitt. „Hvernig stendur á þessu?“ hugsaði ég, „hún fyllti þó ekki al- veg út í skúffuna.“ Ég lyfti pakk- anum alveg upp að hægra eyranu og hristi hann aftur, hristi hann af þunga og ákefð, eins og maður hristir úr, sem hefur stoppað, en manni er lífsnauðsyn að haldi áfram að ganga. Ég var orðinn dá- lítið æstur, og það sló út um mig ögn af svita, og loksins — loksins fann ég að innhald pakkans hreyfðist. — Ég kastaði pakkanum í gluggakistuna, strauk hendinni yfir ennið og leit í kringum mig. Það var enginn í herberginu, bara ég og húsgögnin og pakkinn. Gott! Og ég rak npp hlátur. Það sveif að mér einhvers konar þreyta, þeg- ar hláturinn fjaraði út, og ég fleygði mér niður í stól og kveikti í sígarettu. „Hvers vegna var ég að hlæja? — hvers vegna var ég að hlæja?“ spurði ég sjálfan mig hvað eftir annað, en ég vissi það ekki. Ég varð bara að gera það, mér var það jafnnauðsynlegt og að draga and- ann, það var allt og sumt. — „Skyldu þeir annars ekki hafa einhverja útlenda skordýrafræði á bókasafninu hérna?“ datt mér allt í einu í hug. Ég velti spurningunni ekkert fyrir mér, heldur reis sam- stundis á fætur og gekk út. — Pét- ' ur bókavörður var á safninu. „Sæll,“ sagði ég. „Hefurðu nokkra útlenda skordýrafræði hérna?“ „Við höfum Dyrenes Liv,“ svar- aði Pétur. „Það er víst eitthvað um skordýr í þriðja bindinu.“ „Ekkert fleira?“ spurði ég. „Ekki á erlendu máli,“ sagði Pét-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.