Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 77
DVÖL
75
bókina „Úr útlegð“. Ég skil það vel.
Hann var þannig gerður, að hann hlaut
að sakna ættlands síns. Hann segir:
Marga þungt er þraut að bera,
þyngst að kveðja feðra storð;
— lýst því geta engin orð.
Útlaga finnst yndi vera
öllu kastað fyrir borð.
Og til íslands kveður hann:
Þú skyggir á landið, sem lifi ég í,
ég ljósara sé þig og finn.
Þú ljómar í gegn um mín lífsins ský,
og lýsir við dauða minn.
— Og verði hún ei íslenzk hin eilífa
strönd
þar uni ég ei betur en hér.
Ég býst ekki við þau blómskreyttu lönd
þar breytt geti eðlinu i mér.
Það er nóg að lesa þessi tvö erindi,
til þess að gera sér fulla grein fyrir nafni
bókarinnar.
Bókin ber með sér, að höfundur hefur
hugsað mikið um mannfélagsmál. Hann
virðist vera allróttækur í skoðunum.
Gerir þó athugasemdir til beggja handa,
eins og þessi staka ber með sér, sem
hann yrkir undir fyrirsögninni: „Ríkur
— fátækur".
Von er að þeim verði strangt
völtum knerri að lenda.
Semja æfisögu rangt
sinn á hvorum enda. ,
Árið 1942 kveður hann eitt sitt sterk-
asta kvæði: „Manngjöld“. Það byrjar
svona:
Nú er stríð og dáðadrengir
djarfir fylkja helveg á.
Heims i sögu áður engir
ógnum slíkum skýrðu frá.
Þúsundir á þessum degi
þreyta fang við stál og eld.
Mannlegt þrek þvl orkar eigi
Örendir þeir hníga í kveld.
Síðar segir:
Hetjur fyrir frelsisroða
fórna lífi um allan heim.
Ganga á hólm við grimmd og voða.
Guð veit hvað við skuldum þeim.
Niðurlag:
Allir verða í stríði að standa,
styðja alheims vandamál.
Nú er tími að hefjast handa,
herja á lesti í eigin sál.
— Endurskírast eins og forðum.
Endurskapa þessa jörð.
Jafnt í hugsun, athöfn, orðum
allir standi trúan vörð.
Með því einu manngjöld greiðum
mætra drengja, er hníga í val.
Ef við grimmd og glöpum eyðum
gleðjast þeir í friðarsal.
Þá mun morguns-himinn heiður
heilsa okkar gömlu jörð.
Þá mun friðarbogi breiður
blika eftir veðrin hörð.
í bókinni eru mörg tækifæriskvæði.
Ég get ekki stillt mig um að taka hér
upp eitt þeirra, eftirmæli K. N. (Káins).
Það er fyndin hugdetta og skáldi sam-
boðin.
Nú ertu hættur hérvistinni
með heilögum englum seztur.
Þeir hafa mér sagt. að í himnaríki
há-alvarlegur sé mestur.
Ég held þér leiðist í himnaríki
og hugur þinn leiti að stefi.
Þó englarnir hefji upp svanasönginn,
þú syngur með þínu nefi.
Og þá verður eins og áður fyrri,
að enginn þitt stendur gaman.
Englarnir hætta við himneskan söng
og hlusta á þig allir saman.