Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 32
30
DVÖL
hlýrra. Eftir dálitla þögn otaði
hann hökunni í áttina að kaffi-
húsinu og spurði:
— Eru herrarnir einnig úr hópn-
um þarna?
— Nei, svaraði Heikkinen tóm-
lega.
— Það er gott, sagði maður-
inn. — Mér geðjast ekki að þeim.
En herrarnir eru kannski af sama
sauðahúsi og þeir þarna? hélt hann
áfram og benti vestur götuna, þar
sem annar flokkur átti sér aðset-
ur.
— Nei, svaraði kunningi Heikk-
inens.
— Hver skrattinn, sagði maður-
inn, skaut fram höfðinu, virti þá
nákvæmlega fyrir sér og benti
austur eftir.
— Herrarnir eru þó ekki . . .?
— Nei svaraði Heikkinen. — Við
skiptum okkur ekki af stjórn-
málum.
— Hvað segir hann? hrópaði
maðurinn forviða — skipta herr-
arnir sér ekki af stjórnmálum?
— Við erum að minnsta kosti
vanir að greiða atkvæði, sagði
kunningi Heikkinens hálf-vand-
ræðalega.
Fátæki maðurinn virti þá fyrir
sér í myrkrinu, dapur í bragði,
og nú varð honum rórra.
— Herrarnir eru kannski í
Hjálpræðishernum? spurði hann.
— Nei.
— Eða í Biblíulestrarfélaginu?
— Nei.
— Eða eru þeir ef til vill í Hvíta-
sunnusöf nuðinum ?
— Nei.
— Taka kannski þátt í einhverri
sérstakri góðgerðastarfsemi?
— Nei.
— Furðulegt! Hvað eru herrarn-
ir þá?
Heikkinen og félagi hans litu
forviða hvor á annan: þeir hlutu
að vera mjög sjálfselskufullir,
fyrst þeir tóku ekki neinn þátt í
svo mörgum ágætum félagssam-
tökum.
— Því miður, svaraði Heikkinen
loks hikandi — við erum líklega
bara menn.
— Menn, svaraði maðurinn eins
og hann væri að reyna að rifja
eitthvað upp fyrir sér. —■ Menn?
Ég man ekki almennilega. . . .
— Maðurinn er líklega drukk-
inn, sagði félagi Heikkinens.
— Nei, ég er áreiðanlega alveg
ódrukkinn, en ég hef flækzt víða
og lært margt nýtt á þeim flæk-
ingi, en gleymt allmörgu af því,
sem ég vissi áður. Mig rámar þó
í það, að ég hafi einhvern tíma
heyrt getið um það, sem herrann
þarna kallar menn.
— Hver er maðurinn eiginlega?
spurði Heikkinen. — Vitið þér ekki,
hvað þér heitið — það gæti
kannski varpað einhverju ljósi
yfir málið.
— Það væri tilgangslaust, þótt
ég segði til nafns míns, sagði mað-
urinn — því að það er óþekkt með