Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 68

Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 68
66 t» VÖL efstu skúffunni. Þú getur fengið húsgögnin og annað, sem hér er eftir.“ Hann horfði á hana og hrukkaði ennið. „Fjandinn hafi það allt saman, ég er búinn að fá nóg af því, get ég sagt þér,“ hrópaði hann allt í einu. „Ágætt,“ sagði hún. „Ég heyrði það.“ Hún horfði á hann eins og hann væri í öðrum enda klettasprungu og hún í hinum. Hún 'fann til höfuðverkjar og rómur hennar varð þreytulegur og drafandi. Hún hefði ekki getað hækkað röddina, hvað sem við hefði legið. „Viltu fá þér sopa áður en þú ferð?“ spurði hún. Hann leit aftur á hana og kipraði annað munnvikið. „Þú ert full, svona til afþreyingar, er það ekki?“ spurði hann. „Jú, það var ágætt. Við skulum fá okkur glas saman.“ Hún gekk út í eldhúsið, blandaði í glas handa honum, sterkt, fékk sér líka neðan í glas og drakk það. Svo blandaði hún aftur í glas handa sér og gekk svo inn með bæði glösin. Hann var búinn að spenna ólar um báðar ferðatöskurnar, kominn í frakka og búinn að setja á sig hatt. Hann tók við glasinu. „Jæja,“ sagði hann og hló stutt en hikandi. „Skál, og látum þetta allt saman fara til fjandans.“ „Til fjandans," svaraði hún. Þau drukku, hann setti glasið frá sér og tók ferðatöskurnar. „Ég verð að ná lestinni, sem fer klukkan sex,“ sagði hann. Hún fylgdi honum að útidyrunum. Þar barst söngur að eyrum hennar, lag, sem ungfrú Martin var að leika á grammófóninn. Það ómaði nú í eyrum hennar. Hún hafði aldrei getað lært vísuna. „Night and daytime, Alvays playtime. Ain’t we got fun?“ Hann setti töskurnar frá sér yið dyrnar og leit á hana. „Jæja,“ sagði hann. „Líði þér nú vel. Gættu þín vel. Þú spjarar þig, er það ekki “ „O, allt í lagi,“ sagði hún. Hann opnaði dyrnar, sneri sér svo að henni og rétti fram höndina. „Vertu sæl, Hazel,“ sagði hann. „Hafðu það gott.“ Hún tók hönd hans og þrýsti hana. „Fyrirgefðu, hvað hanzkinn minn er blautur“, sagði hún. Þegar dyrnar lokuðust á eftir honum, gekk hún aftur inn í eldhúsið. Hún var kát og glaðleg, þegar hún kom til ungfrú Martin um kvöldið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.