Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 26
24
DVÖL
Kossinn
Eftir Hjalmar Söderberg
Einu sinni var ung stúlka og ungur maður. Þau sátu bæði á steini,
sem var á ofurlitlum tanga, er teygði sig út í vatnið, og bárurnar
gjálpuðu við fætur þeirra. Þau sátu þögul, sokkin í hugsanir sínar, og
horfðu á sólsetrið.
Hann hugsaði með sér, að það mundi vera gott að kyssa hana. Þeg-
ar hann horfði á munninn á henni, fannst honum sem hann væri ein-
mitt skapaður til þess. Hann hafði að vísu séð laglegri stúlkur en 'nana,
og reyndar var hann nú skotinn í annarri, en líklega mundi hann aidrei
fá að kyssa hana, því að hún var bara draumadís og stjarna, og stjörn-
unum nær maður aldrei.
Hún hugsaði sem svo, að hún vildi gjarna að hann kyssti hana, til
þess að hún fengi tækifæri til þess að verða reið við hann og sýna hon-
um, hve innilega hún fyrirliti hann. Hún ætlaði að rísa snúðugt á fæt-
ur, sveipa að sér pilsinu og líta á hann sæköldu augnaráði og ganga
hnarreist burt. En til þess, að hann skyldi ekki gruna um hvað hún
var að hugsa sagði hún lágt og rólega:
— Heldur þú að til sé annað líf eftir þetta?
Hann hugsaði með sjálfum sér, að
líklega mundi hann fremur fa að
kyssa hana, ef hann segði já. En
hann mundi ekki gerla hvað hann
hafði áður sagt um þetta efni undir
öðrum kringumstæðum, og vildi ekki
lenda í mótsögn við sjálfan sig.
— Stundum trúi ég því statt og
stöðugt.
Þetta svar féll henni einkar vel
í geð, og hún hugsaði með sér: Mér
finnst nú annars hárið á honum
fallegt og ennið líka. Það er bara verst hvað nefið á honum er ljótt, og
svo hefur hann enga stöðu — er aðeins stúdent, sem les við háskól-