Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 12
10
DVÖL
Sigurour Jónsson:
örœ
Lít hér yfir eyðisanda,
urðarflög og blásinn mel.
Börð á milli á strjáli standa,
strokin, sorfin nœmri þél
Hér fyrir léttum loftsins anda
lyftist misturs-efja hátt.
í sandkófsiðu sér ei handa
sinna skil við bylja-slátt.
Og þér lízt hér allt á vegi
eyðingar og dauða sé,
gjöreyðingu Helja heyi,
heilög rjúfi lífsins vé,
gróður allur dvini og deyi
— djöfull óður leiki fri.
Vit þó samt, að svo er eigi.
Saga lífsins hefst á ný.
Borið hátt of landbrots-leiðir
lítið frœ sér nemur stað.
Vindurinn, sem veg þvl greiðir,
i vœnsta skjólið flytur það.
Glóey fram þess grómagn seiðir,
gefst þvi stöngull, rót og blað.
í fylling timans fram það leiðir
frjó á ný og hlúir að.
um
Stráum fjölgar, fagurtoppur
fjötrar rótum kvikan sand.
Dreifast gullnar gróður-doppur,
glitra um hið dökkva band.
Ná ei illvœtts lúmskar loppur
lífsins starfi að vinna grand.
Likt og hyldgist kvalinn kroppur
klœðist gróðri nakið land.
Roksand nær i skafla skefur,
skúfurinn þétti sœtið ver.
Ef um stund í kviksand kefur
kemur hann upp þá vora fer.
Stöðugt upp sig hœrra hefur
hnaus, en föstum grunni nœr
djúpur, rammur rótavefur;
rofi nýju varnað fœr.
Fextra kolla skrúðgrœnn skari
skjól þar býður veðrum mót.
Líkt og felist fley í vari
frœið nýtt þar skýtur rót.
Nálgast, sem sig saman pari,
sandsins börn, unz eyðan dvln,
og grózku-þrungnu gróðurfari
grœnprýdd, samfelld ekran skín.