Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 42

Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 42
40 DVÖL það að vera að síga í gróðurlaust bjargið. Það var víst ekki á okkar meðfæri, enda kom það aldrei til tals. Við gengum suðvestur með brún- inni. Úti fyrir bjarginu var ofur- lítill hólmi, eða sker með nöktum klettum og dröngum. Þarna átti skarfurinn heima. Hinir skuggalegu bjargfuglar sátu þarna víðs vegar og böðuðu sig í sólskininu, því að skarfarnir leita öryggis og friðar og kunna bezt við sig úti á eyðiskerjum, þar sem hafið dynur við dranga og granda. Lengi stóðum við og horfðum út í skerið. Fuglinn sást greini- lega í sjónaukanum og ýmsum þótti gaman að virða hann fyrir sér. — Við og við sáum við líka silfurmáf á flugi og einstaka skúmur flögraði meðfram strönd- inni. VII. Við Jón Gissurarson, dr. Finnur Guðmundsson og Ingólfur Davíðs- son erum skólabræður, enda þótt ég heltist úr lestinni, þegar hinir þrír tóku að kilifra hærra á menntabrautinni. Ég varð þá fyrir því óhappi að veikjast fyrir brjóstl, en slíkum mönnum verða brekkurnar torsóttar. Sarnt sem áður hef ég alltaf unnað hinu frjálsa útilífi, og nátt- úran hefur verið mér ótæmandi brunnur fjölbreytni og fegurðar. Mér var því ekki svo lítið fagnað- arefni að koma á nýjan og óþekkt- an stað, þar sem allt var fullt af lífi og litum. Um þetta var ég að spjalla við vin minn, Jón Gissurarson, þar sem við gengum eftir hamrabrún- inni, tveir saman. Við komum að ofurlitlum hvammi, sem vissi mót suðvestri. Þar var bjargið mun lægra, en nóg var samt 'af blessuðum fuglinum. Nú var bjargið ekki lengur autt og nakið. Stórar breiður af baldursbrá glitruðu víðs vegar á stöllum og stöpum og gaf það varpstaðnum hlýrri og viðfelldnari svip. Allt var þögult og hljótt, og við kunningj- arnir sátum þarna í draumkenndu leiðsluástandi, ekki ósvipuðu því, sem Hilton lýsir svo fagurlega í frásögninni um Lama-klaustrið sæla. En skyndilega var þögnin rofin. Hópur af syngjandi og masandi ungmeyjum stefndi í áttina til okkar, með yndislegum hávaða og heillandi fasi. Tóku nú heldur að lyftast á okkur brúnirnar, einkum Jóni, sem er einstakt prúðmenni og frábær smekkmaður í návist kvenna. Hóf- ust nú fjörugar samræður um alla heima og geima, og að lokum var Jón orðinn svo fyndinn og fjörug- ur að furðu gegndi. Sagðl hann þarna hvern ,,brandarann“ á fæt- ur öðrum, en ungfrúrnar hlógu og klöppuðu honum óspart lof í lófa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.