Dvöl - 01.01.1946, Page 42

Dvöl - 01.01.1946, Page 42
40 DVÖL það að vera að síga í gróðurlaust bjargið. Það var víst ekki á okkar meðfæri, enda kom það aldrei til tals. Við gengum suðvestur með brún- inni. Úti fyrir bjarginu var ofur- lítill hólmi, eða sker með nöktum klettum og dröngum. Þarna átti skarfurinn heima. Hinir skuggalegu bjargfuglar sátu þarna víðs vegar og böðuðu sig í sólskininu, því að skarfarnir leita öryggis og friðar og kunna bezt við sig úti á eyðiskerjum, þar sem hafið dynur við dranga og granda. Lengi stóðum við og horfðum út í skerið. Fuglinn sást greini- lega í sjónaukanum og ýmsum þótti gaman að virða hann fyrir sér. — Við og við sáum við líka silfurmáf á flugi og einstaka skúmur flögraði meðfram strönd- inni. VII. Við Jón Gissurarson, dr. Finnur Guðmundsson og Ingólfur Davíðs- son erum skólabræður, enda þótt ég heltist úr lestinni, þegar hinir þrír tóku að kilifra hærra á menntabrautinni. Ég varð þá fyrir því óhappi að veikjast fyrir brjóstl, en slíkum mönnum verða brekkurnar torsóttar. Sarnt sem áður hef ég alltaf unnað hinu frjálsa útilífi, og nátt- úran hefur verið mér ótæmandi brunnur fjölbreytni og fegurðar. Mér var því ekki svo lítið fagnað- arefni að koma á nýjan og óþekkt- an stað, þar sem allt var fullt af lífi og litum. Um þetta var ég að spjalla við vin minn, Jón Gissurarson, þar sem við gengum eftir hamrabrún- inni, tveir saman. Við komum að ofurlitlum hvammi, sem vissi mót suðvestri. Þar var bjargið mun lægra, en nóg var samt 'af blessuðum fuglinum. Nú var bjargið ekki lengur autt og nakið. Stórar breiður af baldursbrá glitruðu víðs vegar á stöllum og stöpum og gaf það varpstaðnum hlýrri og viðfelldnari svip. Allt var þögult og hljótt, og við kunningj- arnir sátum þarna í draumkenndu leiðsluástandi, ekki ósvipuðu því, sem Hilton lýsir svo fagurlega í frásögninni um Lama-klaustrið sæla. En skyndilega var þögnin rofin. Hópur af syngjandi og masandi ungmeyjum stefndi í áttina til okkar, með yndislegum hávaða og heillandi fasi. Tóku nú heldur að lyftast á okkur brúnirnar, einkum Jóni, sem er einstakt prúðmenni og frábær smekkmaður í návist kvenna. Hóf- ust nú fjörugar samræður um alla heima og geima, og að lokum var Jón orðinn svo fyndinn og fjörug- ur að furðu gegndi. Sagðl hann þarna hvern ,,brandarann“ á fæt- ur öðrum, en ungfrúrnar hlógu og klöppuðu honum óspart lof í lófa.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.