Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 38
36
DVÖt
ig „flóSi og fjöru“ við hinn af-
skekkta fjallasjó.(*
Að fengnum þessum vísdómi,
stigum við upp i bílana og ókum
á flugferð suður með vatninu
vestanverðu. — Sums staðar lá veg-
urinn meðfram klettadröngum, og
var landslag þar fremur tilbreyt-
ingaríkt og einkennilegt, en bíl-
arnir þutu áfram, svo ekki gafst
tóm til að athuga umhverið ná-
kvæmlega. — Nokkru fyrir sunnan
Kleifarvatnið, var hinn ágæti bíl-
vegur á enda. Þaðan urðum við að
ganga áleiðis til Krísuvíkur.
III.
„Kona nefndist *Krís í Krísuvík,
Herdís önnur hét í Herdísarvík".
Þessi þjóðsaga, er Jón Magnús-
son kveður um, flýgur mér í hug
er ég horfi yfir hina þögulu eyði-
sveit. Mikill var ofsi þessara flagð-
kvenna er þær hittust á gamals
aldri, svo sem í kvæðinu segir:
„Hrösul-fúinn fót
fjandakraftur dró.
Norður undir Eldborg
yrpum saman sló.
Komu flas í flas
flögð af hatri bleik.
*)Nokkuð munu skoðanir fræðimanna
vera skiptar um Kleifarvatn. (Samanber
grein Pálma Hannessonar í Náttúrufræð-
ingnum 3—4 hefti 1941).
*)Krýs í þjóðsögunni.
Öfundin og illskan
þar áttu grimman leik.
Brann úr glyrnum glóð.
Gnustu orðastál.
Lœsti haf og hauður
heitinganna ðál.
Brennt var beitiland,
byrðing sökkt í kaf,
starenginu stóra
steypt í kolblátt haf.
Fuglinn flýði bjarg.
Fiskur hvarf úr sjó.
Silungur varð að síli.
Sviðnaði jörð og dó.
— Féll á báðar feigð.
Fjaraði illan mátt.
Beggja svipir svartir
sukku í hraunið grátt“.
Ekki er mér að fullu ljóst, hve-
nær þessi ósköp áttu sér stað, en
líklegast hefur það verið einhvern
tímann i fyrndinni, þegar konur
voru aðsópsmeiri en nú gerist.
Hins vegar verður mér það ríkt
í hug, að setja þetta í samband
við núverandi ástand Krísuvíkur.
Þarna er nú heil sveit í eyði
og tómi. Bæirnir standa mann-
lausir og hálfir í rústum, allir
nema Krísuvíkurkirkja. Hún ein
fær ennþá staðizt tímans tönn.
í þessari gömlu kirkju dvelur nú
einmanna gamalmenni, sí(ðasti
bóndinn í hinni auðu sveit. Þar
hefur hann lengi þjónað guði og
góðum málstað, tryggur og heill
í huga.